Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 120
SKAGFIRÐINGABÓK
Enda-þótt sr. Páls sé ekki getið annars staðar í þessari löngu
rímu, er það næsta trúlegt, að hann hafi verið sjálfkjörinn for-
ingi á þessari löngu og erfiðu ferð og átt sinn ríka þátt í því, að
hér fór betur en á horfðist.
Eins og segir í umsókn Björns Gunnlaugssonar, telur hann það
einn af kostum Páls sem tilvonandi Grímseyjarklerks, að hann
var ókvæntur, og var hann það fyrstu þrjú árin í eynni. Þá steig
hann mesta gæfuspor ævi sinnar, er hann gekk að eiga Maríu
Jóakimsdóttur frá Mýlaugsstöðum í Reykjadal. Foreldrar hennar
voru Jóakim Ketilsson og Aðalbjörg Pálsdóttir. Jóakim dó á
bezta aldri frá níu börnum þeirra ungum. Aðalbjörg bjó eftir
hann ekkja í 37 ár og kom öllum börnum þeirra til manns. Um
hana segir í annál 19. aldar, að fáar konur henni samtíða hafi
jafnazt við hana í bústjórn og kunnáttu, bæði til munns og handa.
Dóttir hennar, maddama María, kona sr. Páls, líktist móður
sinni, því að hún var mikil mannkostamanneskja og fékk hið
bezta orð. Bæði var hún prýðilega greind, og lagðist það orð á,
að hún hjálpaði manni sínum stundum með ræður hans, sem
þóttu ærið misjafnar, og hafa þær betri þá verið eignaðar mad-
dömunni. En mad. María var líka mikil búsýslukona. Samt var
efnahagur þeirra sr. Páls ætíð mjög þröngur. Brauð hans voru
tekjulítij', en þó var drabbi hans og óráðsíu ekki síður um kennt.
Þótt ékki sé ástæða til að efa það sé rétt, sem Sighvatur Borg-
firðingur segir, að sr. Páli hafi liðið vel í Grímsey, hefur hann
trúlega ekki ætlað sér þar langa dvöl frekar en fyrirrennarar hans.
Vera hans í eynni átti m. a. að skapa honum tækifæri til að fá
betra brauð, og það notaði hann, þegar Miðdalur í Laugardal
losnaði, og fékk veitingu fyrir því kalli í árslok 1834. Ekki var
hann samt kominn suður, þegar staður og kirkja voru tekin út
24. maí 1835.
Þá var hafíshrafl fyrir Norðurlandi langt fram á vor. Hefur
það e. t. v. tafið för Grímseyjarklerksins til meginlandsins. En
þeim mun meiri hafa verið umskiptin við þennan búferlaflutning.
Norðan frá hinni hreggbörðu, afskekktu eyju við heimskauts-
118