Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 125
KN.4PPSSTAÐAPRESTAR Á SÍÐARI ÖLDUM
veður og hríð með gaddhörku. Þriðja skipið var eigi komið að
eftir 1/2 mánuð, svo að menn eru mjög hræddir um að það hafi
týnzt. A því voru 10 manns, 8 af þeim giftir bændur og meðal
hinna völdustu úr sveitinni. Þá síðast sást til þessa vantandi skips
var það á framsiglingu. Skipið var sagt gott og útbúnaður þar
eftir.“
En í dánarskrá ministerialbókar sinnar í apríl 1871 skrifar sr.
Páll með sinni lítt læsilegu hendi:
Páll Pálsson 33 ára bóndi, Knappsstöðum,
Guðmundur Asgrímsson 24 ára, Þrasastöðum,
Steinn Jónsson 30 ára bóndi, Tungu,
Jón Steinsson 42 ára bóndi, Gautastöðum.
Urðu allir á Vonarskiptapa líklega 14. apríl ásamt 6 mönnum
öðrum.
Guðmundur, sonur sr. Páls utan hjónabands, ólst upp hjá föður
sínum og stjúpu, sem reyndist honum sem hin bezta móðir. Hann
kvæntist Guðrúnu ekkju Páls bróður síns. Þau bjuggu síðast á
Húnsstöðum, hjáleigu frá Knappsstöðum, og áttu mörg börn og
efnileg. Guðmundi er svo lýst í Skagfirzkum æviskrám, að hann
hafi verið víkingur til vinnu og víðlesinn. Meðal barna þeirra var
María í Lundi, sem segir frá í bókinni „Islenzkar kvenhetjur“.
Eitt sinn sótti sr. Páll frá Knappsstöðum. Það var þegar Bergs-
staðir losnuðu árið 1870. Sr. Páll fékk hin beztu meðmæli biskups:
„72 ára prestur, ráðvandur og skyldurækinn." Fékk hann veit-
ingu fyrir þessu húnvetnska dalakalli 2. apríl 1870. En af flutn-
ingi varð ekkert. Sr. Páll afsalaði sér brauðinu sakir elli og las-
leika, enda þá kominn yfir sjötugt.
Tveir fræðimenn hafa skráð sagnaþætti um sr. Pál á Knapps-
stöðum: Jón Jóhannesson, fiskimatsmaður á Siglufirði, og Guð-
mundur Davíðsson, bóndi á Hraunum. Birtist þáttur þess fyrr-
nefnda í Blöndu V. árg., en Guðmundur skrifaði alllanga ritgerð
um sveirunga sína, og eru sagnir hans um sr. Pál prentaðar í Skag-
firðingabók árið 1970. Fjalla þær að mestu um prestskap sr. Páls
á Knappsstöðum svo sem eðlilegt er. I báðum þessum þáttum er
aðallega dregið fram það, sem sögulegt og sérkennilegt þótti í fari
123