Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 77
BRUNINN Á MÆLIFELLI 1921
Ingigerður voru lengur á leiðinni, en Margrét var þá orðin heilsu-
tæp.
Þetta fólk af næstu bæjum, sem kom að brunanum á Mælifelli,
er nú allt farið til feðra vorra, nema Monika í Goðdölum, níutíu
ára gömul. Fyrir alllöngu sagði hún mér, að þegar þau komu út
fyrir túnið á Starrastöðum, sáu þau loga upp úr bænum á Mæli-
felli að vestanverðu, en eldurinn kom upp í hlóðaeldhúsi, sem
var vestan við norðurganginn. Það var líka fyrir löngu, að ég
heyrði Jóhann á Brúnastöðum segja frá því, þegar hann kom út
á Torfhólsbakka, þar sem vegurinn lá milli Hamra og Starra-
staða, hafi verið óskaplegt bál að sjá til Mælifells, og þegar hann
kom neðan veginn, var kirkjan svo brunnin, að það sá í gegnum
hana, en máttarviðir héldu henni uppi, og svo féll hún litlu síðar.
A þessum árum var Olafur á Starrastöðum meðhjálpari í Mæli-
fellskirkju. Hann var orðlagður dugnaðar- og kjarkmaður, og þó
atburðarás sé nú óljós kom að því, að hann vildi bjarga því sem
bjargað varð úr kirkjunni. Forkirkjan logaði öll og vesturstafninn
og inni sá ekki handaskil. Ólafur fór inn um kórgluggann að
sunnan og tókst að bjarga messuklæðum og gömlu altarisklæði,
sem nú þykir mjög merkilegt. Þetta björgunarstarf gekk svo nærri
Ólafi, að hann var margar vikur eða jafnvel mánuði að ná sér
að fullu; hefur sennilega fengið reykeitrun.
„Ár 1921, laugardaginn 24. september var lögregluréttur Skaga-
fjarðarsýslu settur á Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi og hald-
inn af Kr. Linnet sýslumanni með undirrituðum vottum.
Þá var tekið fyrir að halda rannsókn út af bruna á Mælifelli
aðfaranótt 21. þ. m.
Mættur er fyrir réttinum Tryggvi H. Kvaran sóknarprestur á
Mælifelli..... Hann kveðst hafa vaknað kl. 12 V2 um nóttina
milli 20. og 21. þ. m. og orðið þá var við, að bærinn væri að
brenna......Hann kveðst fyrstur manna á bænum hafa orðið var
við brunann. Vaknaði og sá bjarma leggja inn í herbergið, er
hann svaf í; leit út og sá birtu leggja á kirkjuna þar rétt hjá.
Svo hagaði til húsum á Mælifelli, að tvær voru bæjarraðirnar.
75