Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 184
SIÍAGFIRÐINGABÓK
gegn því að hún hafi líka skyldur annarra kirkna, nfl. lýsi sig
sjálf og hirði að öllu leyti, en í öðru lagi að bæta prestakallinu
upp hinn litla tekjumissi með fé úr landssjóði. Eins og alþingi
mun kunnugt, er kirkjunni einungis borguð eða réttara sagt á að
réttu lagi að borgast tíund af lausafjárhundruðunum, en ekki
jarðarhundruðum hinna fjögurra jarða sóknarinnar, sem eru tíund-
frjálsar. Af því leiðir, að kirkjutekjurnar eru mjög rýrar og rýrari
en ella væri. Kirkjutíundin af lausafénu, og Ijóstollarnir nam til
samans fardagaárið 1876-77 aðeins 17 krón. 78 aur., og þótt
tekjur hennar geti nokkuð vaxið, einkum ef henni hlotnast leg-
kaup, þá er þó óhætt að fullyrða, að þær nema aldrei fyrir hvert
ár summu, en getur þó safnazt saman um fleiri ár og orðið svo
mikill sjóður, ef vel er á málum haldið, að kirkjunni verði sýndur
sá sómi, sem sýna ber því húsi, sem helgað er dýrkun Guðs einni
saman. Þó að vér gjörum oss vissa von um, að engir sem kunnugir
eru máli þessu, geti annað með sönnu vottað, en að sóknarbænd-
urnir, sem ár eftir ár hafa með ógleði mátt horfa á kirkju sína
svipta réttindum hennar, hafi sýnt henni sóma eftir efnum, sífellt
með von um, að hluti hennar yrði réttur, þá verðum vér þó á
hinn bóginn að játa, að vér, fámennir og efnalitlir, höfum ekki
getað svo að staðið, að hana vanti eigi enn, þrátt fyrir góðan vilja
vorn, marga þá hluti, sem nauðsynlegir eru til prýðilegrar guðs-
þjónustugerðar, því fáir eru til að hjálpa þessu fátæka og réttlausa
húsi Drottins, en margs þarf og margt gengur af sér árlega, sem
bæta þarf. Af þessum ástæðum, sem að framan eru taldar, biðjum
vér undirskrifaðir búendur Abæjarsóknar yður, heiðraði alþingis-
maður, að bera fram á alþingi til samþykktar þannig eða líks efnis
hljóðandi
Lög
um réttind-i handa Abæjarkirkju í Skagafjarðarsýslu.
1. grein:
Ábæjarkirkja í Skagafjarðarsýslu skal frá 6. degi júní 1878 njóta
þeirra réttinda, sem kirkjur hafa á Islandi; að henni skal borga
182