Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 134
SKAGFIRÐINGABÓK
knár og vildi ei lengur una ámælinu. Hét hann því, að næst skyldi
Móri komast að því fullkeyptu áður undan drægi. í haustgöng-
um komst hann svo í kast við sauðina og elti þá við annan mann
af hinu mesta ofurkappi. Barst leikurinn upp á Unadalsjökul, og
urðu þær lyktir, að Móri hrapaði til dauðs ofan í jökulsprungu
og tveir tugir sauða á eftir honum.
Atburður þessi mun hafa orðið nálægt 1820, og orti Hannes
prestur Bjarnason á Ríp um hann svokölluð „Móraljóð“, „mennta
ring og þeygi góð“, svo sem segir í fyrstu vísunni.
Þuríður var nokkru yngri en Una, líklega 5—10 árum, talin
fædd 1765 á Skuggabjörgum. Virðist því Sigmundur farinn að
búa þar um það leyti. „Hún var vel skáldmælt, þekkti rúnir og
fróð í mörgu; hafði hún dregið saman mestallan kveðskap Guð-
mundar skálds Bergþórssonar og margt annað,“ segir í Sögu frá
Skagfirðingum.
Til eru nokkrar vísur eða kvæði, sem Sigmundur faðir hennar
orti um hana, og er þetta ein vísan:
Þuríður rjóð er blessað blóð,
blíð við þjóð og lyndisgóð.
Sigmunds jóð, kann laga ljóð,
lista fróð um hyggju slóð.
Þuríðar fékk sá maður, er Sveinn hét, smiður frá Vatnshlíð, f.
um 1758, Jónsson, bróðir Olafs á Æsustöðum í Langadal. Þau
hófu búskap í Flugumýrarhvammi 1789 og voru þar í 19 ár. Þá
fluttust þau að Sleitustöðum og bjuggu þar önnur 19 ár, til þess
er Sveinn dó vorið 1827. Þuríður bjó áfram til dauðadags 1834,
og tók þá Sveinn sonur hennar við jörðinni.
Þau Þuríður og Sveinn áttu tvo syni er upp komust. Hét hinn
eldri Jón, fæddur 1788 eða 9, efnilegur mjög, „námsmaður mikill
og kallaður talnafræðingur með afbrigðum. Hefur hann og les-
rím (þ. e. almanak) samið með föður sínum Sveini og átti Jón
þó meiri hlut að. Er það kallað Sleitustaðarím.“1 Jón gerðist sig-
1 Gísli Konráðsson.
132