Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 105
KNAPPSSTAÐAPRESTAR Á SlÐARI ÖLDUM
ist Sigurði Stefánssyni, sem sótti hana suður að Elliðavatni, þar
sem hún var þjónustustúlka Ólafs stiftamtmanns, hálfbróður hans,
og gerði brúðkaup sitt til hennar norður á Hólum 28. september
1771.
Vel og dyggilega rækti Knappsstaðasöfnuður minningu sr.
Halldórs. I vísitazíu sinni á Knappsstöðum sumarið 1826, gemr
Steingrímur biskup um „11 pappaspjöld'' í römmum, sem hanga í
kór kirkjunnar. A einu þeirra er skrifaður sálmur, ortur í minn-
ingu sr. Halldórs.
Sveinn Jónsson.
Eftirmaður sr. Halldórs í Knappsstaðaprestakalli var
bræðrungur hans, Sveinn Jónsson frá Tungu í Stíflu, fæddur 1727.
Hann varð stúdent á Hólum 22 ára gamall, „vel gáfaður og lag-
legur piltur“, var hafr eftir skólabróður hans. Hann var fyrst 2
ár aðstoðarprestur á Kvíabekk, síðan hélt hann Knappsstaði í
hálfa öld.
Sr. Sveinn var maður skilningsgóður, orðsnomr og orðspakur,
segir sr. Jón á Kvíabekk. Hann var allvel lærður og bjó pilta
undir skóla. Hjá biskupi, Sigurði Stefánssyni, fær hann þann dóm,
að hann prediki og uppfræði ekki óuppbyggilega og embættis-
bækur sínar færi hann með reglusemi. Þeir af 13 ungmennum
sóknarinnar, sem mættu við vísitazíuna hjá biskupi, voru allir
læsir.
Sr. Sveinn var alla tíð fátækur og gat ekki haldið við öllum
kúgildum staðarins í lifandi peningi, enda smndum hart í ári
meðan hann var á Knappsstöðum.
I tíð sr. Sveins var Knappsstaðakirkja komin á fallanda fót
sökum fúa og fyrningar, „og sárnauðsynlegt þar sé bót á ráðin,
sem ei er væntanlegt Beneficiaríus geti með sitt eindæmi sökum
sinnar og kirkjunnar fátæktar“, segir í vísitazíugerð prófasts (sr.
Halldórs Jónssonar á Hólum) 15. október 1761. En svo skyldu-
rækinn var sr. Sveinn og trúr kirkju sinni, að þrátt fyrir fátækt
103