Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 157
UM FUGLAVEIÐINA VIÐ DRANGEY
eftir ÓLAF ÓLAFSSON
í Skagfirðingabók hefur einungis verið birt áður óprentað les-
mál. Þó hefur ætíð verið haft í huga, að það yrði ekki algild regla,
enda oft verið beint tilmælum til ritstjórnarinnar að koma á
framfæri efni, sem erfitt er að ná til, þótt komið hafi fyrir al-
menningssjónir. Þessi ritgerð, sem heitir fullu nafni „Um fugla-
veiðina við Drangey á Skagafirði“, er af því tagi. Hún var prent-
uð í riti, sem fólk hefur vart komizt í kynni við nú á dögum, og
er að auki flestum illlæsilegt, þar sem fáum er lengur tamt að lesa
gotneskt Ietur. Það er „Rit þess Islenzka Lærdóms-lista Félags",
en hér er um að ræða III. árgang 1782, sem prentaður var í
Kaupmannahöfn 1783.
Höfundurinn, Olafur Olafsson (Olavsen), var fæddur á Frosta-
stöðum 1753. Foreldrar hans voru Olafur Jónsson og Kristín
Björnsdóttir búandi þar. Olafur varð stúdent frá Hólaskóla 1777,
en hann sigldi síðan til háskólanáms í Kaupmannahöfn, lauk
prófi í heimspeki og lögfræði og vann þar einnig til verðlauna
í listaháskólanum fyrir teikningar í húsagerð. Auk listfengi var
Olafur skáldmæltur, einkum latínuskáld. Olafur var aðalstofn-
andi Lærdómslistafélagsins 1779, og ritaði hann nokkrar greinar
í félagsritið, en aðeins sú, sem hér birtist, er einskorðuð við Skaga-
fjörð. Olafur varð lektor í Kóngsbergi og þingmaður á norska stór-
þinginu. Hann andaðist í Kristjaníu (Oslo) 1834.
Hér er stafsetningu og greinarmerkjasetningu haldið að mestu.
Helztu frávik eru: i er breytt í ;, d og t í ð, a í d og e í é (nema í
eg), þar sem við á; ritað er e og i í stað ei og í á undan ng og nk,
155