Skagfirðingabók - 01.01.1979, Side 10
SKAGFIRÐINGABÓK
um í sömu sveit og nytjuðu þá einnig Stóragerði. Að Miklahóli í
Viðvíkursveit fluttu þau 1887. En 1895 fóru þau að Enni. Björn
bjó í Enni til 1917, er hann missti konu sína 15. apríl það ár, og
fluttist um vorið að Bakka til sonar síns og tengdadóttur. Þar
andaðist hann 1. febrúar 1920.
Að Jóni á Bakka stóðu sterkar ættir, sem stæltust við raunir
og harða lífsbaráttu. Má þar til nefna Björn ríka, sem þrátt fyrir
málssóknir og óvægilegt umtal, flýði ekki af hólminum, heldur
bjó niðjum sínum farveg innan þess héraðs, þar sem hann hafði
mesta armæðu og ofsóknir hlotið.
Jón ólst upp með foreldrum sínum. Hann var myndarlegur á
velli og kraftalega vaxinn, hafði þykkt hár og greindarleg grá
augu. Allur var maðurinn hinn kempulegasti, enda enginn meðal-
maður til átaka. A yngri árum stundaði hann íþróttir, var t. d.
glímumaður mikili. I þeirri íþrótt hlaut hann verðlaun á héraðs-
móti að Litla-Garði nokkru eftir aldamót.
Jón var kappsmaður mikill og lét ógjarna hlut sinn fyrir öðr-
um. Fjölhæfur var hann og lék flest það í hendi, er hann tók fyrir.
Hann var laginn við smíðar og má þar til nefna, að í eigu séra
Björns á Húsavík er skatthol allgott, sem hann smíðaði eigin
hendi. Söngrödd hafði hann sterka og mikla og var ágætur kvæða-
maður. Hann spilaði á harmoníum, einfalt dragspil og lítils háttar
á langspil. Aður fyrr var hann oft fenginn til að spila fyrir dansi
í brúðkaupsveizlum.
Þótt Jón ynni að búi foreldra sinna, kom hann jafnframt upp
eigin bústofni, og 1899 tók hann sér bústýru að Enni og hóf sinn
eiginn búskap. Faðir hans mun þó hafa talizt aðal bóndinn á
bænum.
Bústýra Jóns var Jóhanna Guðrún, fædd 18. des. 1878 að
Frostastöðum, Guðmundsdóttir vinnumanns að sama stað, Jóns-
sonar að Molastöðum í Fljótum, og konu hans Jóhönnu. Móðir
Jóhönnu Guðrúnar, eða Guðrúnar, eins og hún var ætíð kölluð,
var Ingibjörg Jónsdóttir Pálssonar að Frostastöðum og konu hans
Guðrúnar.
A ungum aldri missti Guðrún móður sína. Fimm ára gömul var
8