Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 180
SKAGFIRÐINGABÓK
Austurdal og embættaði að Ábæ, enda er ætíð mjög erfitt og oft
ómögulegt að veita þar prestsþjónustu af öðrum presti en prest-
inum að Goðdölum, því að um vetur og jafnvel vor og haust er
mjög hættulegt eða jafnvel með öllu ófær vegur í Austurdalinn,
enda hafa þar slys orðið. Kirkjunnar að Ábæ er getið í máldaga
Auðunnar biskups 1318, en sögu kirkjunnar er ekki auðvelt að
rekja, því að eigi er til nein visitatia eða skoðun á kirkju þessari
fyrr en 1749, 15. októbermán., að Halldór bp. Brynjólfsson skoð-
aði hana og reit lýsing á henni. Þar má sjá hina mestu eymd og
niðurlæging, sem nokkur kirkja getur verið í um allan heim, og
er það víst, að illa hefir verið með hana farið og ósamboðið því
sem kristnir menn eiga að fara með þau hús, sem þeir hafa til
þess að þjóna í þeim hinum eina sanna Guði sínum. Lík eymd
mun að vísu hafa átt sér stað um of margar kirkjur hér á landi á
fyrrnefndum tíma, þar sem engar kirkjubækur, er reikningar
kirkna væru færðir í, voru til hjá kirknavörðum allt til miðrar
18. aldar; ... virðist oss líklegt, að kirkjuverðir hafi lagt hið nauð-
synlega til kirknanna, svo sem ljós, vín og bakstur, hirðing á
kirkjuna m. m., en það, sem af gekk, mun of víða hafa runnið í
sjálfra þeirra sjóð, eða verið lítil grein gjörð fyrir því, enda ekki
þá þeir tímar, að þess væri af nokkrum krafizt. Þannig hyggjum
við þessu hafa verið varið um vora kirkju, Ábæjarkirkju, en kirkju-
vörðinn þar hyggjum vér hafa verið sóknarprestinn; sú er ætlun
vor, að slíkt hafi lengi vel gengið í þagnargildi, en árið 1742
munu bændur í Ábæjarsókn hafa risið upp á móti því, að sóknar-
prestur sinn (svo) fengi einnig afgang af tekjum kirkjunnar, en
þar eð þáverandi sóknarprestur, Jón Sveinsson,1 vildi ekki sleppa
þessum tekjuauka sínum og þótti ekki oflaunuð prestsþjónusta frá
Goðdölum í Austurdalnum, sem er erfið, þótt hann fengi það, er
af gengi tekjum kirkjunnar, er dregið væri frá til lýsingar og fyrir
vín og bakstur handa altarisgöngufólki sóknarinnar, þá skrifaði
hann um þetta mál til Cancellíisins og fór þess á leit, að hinir
1 Sr. Jón Sveinsson kom að Goðdölum 1758 og þjónaði dalbúum til
1793.
178