Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 122
SKAGFIRÐINGABÓK
„Presturinn síra Páll Tómasson lét upp byggja kirkjuna Anno
1837...“
Þetta var síðasta torfkirkjan í Miðdal. Var henni síðar breytt
í timburhús. Kirkjunni er ýtarlega lýst í úttektargjörð sr. Páls
Ingimundarsonar í Gaulverjabæ 12. júlí 1841. Er mikið látið af
því, hve vel hún sé prýdd og skrautlega máluð, enda var enginn
annar þar að verki en smiðurinn og listamaðurinn Ofeigur Jóns-
son á Heiðarbæ.
Miðdalur var eitt tekjuminnsta brauð í Arnesþingi, svo að ekki
vænkaðist fjárhagur sr. Páls við þennan flutning. Hann fórnaði
líka sínum rýru tekjum til að endurbæta stað og kirkju, segir
biskup, er hann mælti með uppreisn sr. Páls, eins og síðar segir.
Þar segir biskup líka, að í Miðdal hafi hann rækt embættisskyld-
ur sínar þannig, að yfirmenn voru ánægðir með hann sem sóknar-
prest.
Að norðan fluttust þau hjón sr. Páll og mad. María með Tómas
son sinn þriggja ára, en í Miðdal fæddust þeim hjónum 3 börn:
Páll eldri, fæddur 7. sept. 1835. Hann drukknaði í bæjarlæknum í
Miðdal 7. ágúst 1837, Páll yngri, fæddur 17. apríl 1838. Hann fórst
með hákarlaskipi, svo sem síðar mun sagt verða. Þriðja barnið var
Aðalbjörg, fædd 15. jan. 1841. Hún mun hafa dáið ung.
En nú ber að geta fjórða barnsins, sem fæddist presti og batt
brattan endi á embættisferil hans að sinni. Barn þetta ól ógift
vinnukona, Þórey Guðmundsdóttir á Brekku í Uthlíðarsókn, 4.
febrúar 1841. Lýsti hún prest föðurinn. Gekkst hann greiðlega við
faðerninu og skrifaði prófasti, hvernig komið væri, en hann sendi
málið áfram til biskups. Það var raunar óþarft, því að sr. Páll
skrifaði biskupi sjálfur þann 23. febrúar á þá leið, að þessi augljósa
synd sín gegn 6. boðorðinu gerði sig óverðugan og ófæran til að
gegna prestsembætti. Jafnframt segir hann. „Auðmjúklega mælist
eg undan því, að (action) ákæra verði fram lögð móti mér í þessu
máli, en að ofangjörð viðurkenning brots míns og afsölun presta-
kallsins verði gild metin og prestakallið í hennar krafti sem liðugt
upp slegið og öðrum veitt.“ Síðan fer sr. Páll fram á það við
120