Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 175
GUÐMUNDURGAMLI
ásamt þremur öðrum piltum í mikla langferð. Bendir það til þess,
að hann hafi þótt efnilegur ungur maður, þroskamikill. I marz-
mánuði veturinn 1856 voru 4 Skagfirðingar sendir suður í Hreppa
þeirra erinda að kaupa hunda, en skæð hundapest hafði strádrepið
hunda á Norðurlandi. Guðmundur sagði okkur frá þessari ferð,
en því miður skráði ég ekki sögu hans og man hana ógerla. Þó
man ég meginþráðinn. Lagt var af stað á miðgóu, gengið fram
Mælifellsdal og suður Kjalveg. Brekán var borið, svo og nesti og
skóplögg. Mig minnir Guðmundur segja, að ferðin hafi tekið
tæpan hálfan mánuð, en þeir þóttu ótrúlega fljótir. Allan þann
tíma hélzt blíðviðri, hægviðri og þurrt, frostlaust að mestu. Snjór
var aðeins í hæstu fjöllum, og þessi vetur var svo mildur, að menn
mundu ekki annan slíkan. Þá voru góupáskar, og hafði Guð-
mundur sterka trú á, að þá væri góðs vetrar von. Þeim var vel
tekið syðra, og keyptu þeir rúmlega 40 hunda, sem kostuðu hálfan
til einn dal hver. Þeir höfðu með sér í nesti handa hundunum,
hangikjöt af vanhaldafé, og hændust þeir að því, en ekki mátti
líta af þeim nokkra stund. A leiðinni norður vöktu alltaf tveir,
meðan hinir hvíldust. Eina fullorðna tík höfðu þeir í bandi fyrir
hópnum. Þótti þessi för takast með ágætum, en ekki man ég
glöggt nöfn félaga Guðmundar, minnir þó hann hafi nefnt Jóhann
á Brúnastöðum og Indriða á Irafelli. Hann gat þess, að lítið hefði
verið sofið í ferðinni og þeir félagar því verið allþreyttir.
Guðmundur var taiinn með garpslegustu og snyrtilegustu mönn-
um á yngri árum sínum og var það raunar fram á elliár. Hann
hefur verið álitlegur fulltrúi Akrahrepps austan Oxnadalsheiðar,
enda sem lifandi markaskrá. Heimafólk í Sólheimum heyrði hann
vera að rifja upp markaskrár í hálfum hljóðum, er hann var hátt-
aður og göngur fóru að. Töflurnar hefur hann lært með annarra
hjálp, hafi hann verið ólæs.
Guðmundur var ávallt vel hestaður, átti jafnan góða hesta.
Jarpan góðhest átti hann mörg síðustu árin. Þegar fólk sá hann
hleypa Jarpi eftir þjóðveginum, var sagt, að nú væri Guðmundur
hýr af víni. Sjaldan eða aldrei minnist ég þess að hafa séð hann
ölvaðan, og tóbaks neytti hann ekki. Ekki var Guðmundur fús á
173