Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 43
SNURÐUR Á SAMBÚÐ VIÐ EINOKUNARKAUPMENN
inn fyrr en Guðbrandur; kom þá kaupmannsins drengur móti, tók
fyrir kverkar á hönum og vildi hrinda út. Arngrímur veik hönum
hjá sér og settist í bekkinn. Kom þá Guðbrandur inn en undir-
kaupmaður Oelandt móti honum og bað hann að fara út; hinn
vildi ekki, sagðist vera kominn með féð og vilja vera þar með
friði; spurður, hvört hann drukkinn væri, svarar nokkuð lítið, en
ei segist hann hafa séð hann nokkuð óskikkanlegt aðhafast, nema
tala nokkuð hátt, að féð væri komið í réttina og vildi það væri
tekið, þar hann væri á tiltekinn dag kominn; Oelandt sagðist ei
hafa með hann að bestilla, tók í hans hægri öxl og vildi víkja
hönum út og gat ei. Sló hann svo Guðbrand með hnefanum
þrisvar fyrir víst í höfuðið. Hafi þá menn komið inn að skilja
þá, komið Guðbrandi út, en Oelandt lengra inn í búðina. Hafi þá
Guðbrandur barið á búðina milli glugga og að vitnið meinar með
fætinum á hurðina, sagt þeir skyldi koma út ef þeir þyrði. Var
þá lokið upp og fór hann inn í búðina. Veit vitnið ei, hvörsu þá
fór víðara.
Oddur Hallsson vitnar, að verið hafi við búðardyrnar, þá Guð-
brandur fór inn; meinar vitnið hann lítið drukkinn verið hafa;
sá vitnið inn um dyrnar, að Oelandt vildi koma hönum út og slá
einu sinni fram, en ei veit hann, hvar það kom á, þar hann gekk
með þeim seinustu inn í búðina. Jón Jónsson segist ei verið hafa
við, þá þetta skeði. Olafur Vilhjálmsson vitnar, að Guðbrandur
kallaði að glugganum og bað, að tekið væri fé sitt; var þá lokið
upp og gekk hann inn; kom þá kaupmannsdrengur og vildi fá
hann út, en síðan Oelandt og sagði hann skyldi fara út, hann
hefði ei þar að bestilla; hinn vildi ei; vitnið var úti og sá þetta
inn um dyrnar; gekk þá Oelandt til hans með reiði og sló til Guð-
brands með hnefanum tvisvar eða þrisvar, sem hann meinar á
Guðbrand komið hafa, en sá það ei glöggt, þar Guðbrandur var
öðrum megin dyranna, en vitnið úti; gekk þá vitnið inn og fleiri
aðrir að skilja þá. Sótti þá Oelandt á Guðbrand, en mennirnir
komu hönum út; virðist vitninu hann hálfglaður af brennivíni,
hafi þó talað reiðilaust, nokkuð hátt en ekkert óskikkanlegt hafi
hann vitað hann gjöra með orð né verk.
41