Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 135
MARKATAFLA ÚR HÓLAHREPPI 1817
maður í Drangey og þótti manna færastur að þeim starfa. En
vorið 1816 hrapaði hann til bana í eyjunni, „hefur sagt verið, að
festin hyggist sundur af honum í hruni. Varð hann harmdauði
foreldrum sínum og mörgum öðrum er hann kenndu."1
Þótt Drangey væri hinn mesti bjargvættur Skagfirðingum, tók
hún ósjaldan mannfórnir, og gengu þær fáum nær en Þuríði, sem
lét þar bæði föður sinn og son.
Yngri sonur Þuríðar og Sveins var Sveinn, f. nálægt 1800.
Hann tók við búi á Sleitustöðum eftir móður sína 1834, og bjó
þar 20 ár; fluttist þá að Smiðsgerði og bjó þar til 1864, er seinni
kona hans dó, og brá þá búi. Sveinn átti margt barna; stundaði
nokkuð smáskammtalækningar og var talinn góður yfirsetumaður
kvenna, enda oft kallaður Yfirsetu-Sveinn. Hann þótti skara mjög
fram úr í „talningsfræði" og var vel að sér um marga hluti.
Um markatöfluna.
Markatafla þessi, sem hér birtist, er líklega hin elzta
sem til er úr Skagafirði. Varðveizlu hennar má tvímælalaust
þakka Þuríði Sigmundsdóttur, þessari bóndakonu, sem datt í hug
að binda hana í ljóð að gamni sínu. Islendingar voru haldnir fá-
dæma ljóðelsku og þeim var árátta að móta ólíklegustu hugðar-
efni í vísuform, en þó má ætla, að fáir hafi ráðizt í að ríma
markaskrá heils hreppsfélags. Ekki þarf að taka til þess, þótt
nokkrir hortittir og hnökrar finnist á kveðskapnum, enda ekki
hugsað til skáldskapargildis, heldur til að auðvelda mönnum
að læra mörkin. Þuríður hefur verið vel hagmælt, en nú mun
fátt eitt varðveitt af því, sem hún orti eða safnaði.
Um feril þessarar markarímu er það að segja, að Marteinn A.
Sigurðsson á Gilá í Vatnsdal sendi Birni Daníelssyni skólastjóra
afrit af henni árið 1969, og fót það á Héraðsskjalasafn Skagfirð-
1 Gísli Konráðsson.
133