Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
hún flutt að Þönglaskála og ólst þar upp hjá Árna Þ. Gíslasyni
og konu hans Sigríði Pálsdóttur. Dvaldi hún hjá þeim hjónum
til 13 eða 14 ára aldurs, en fluttist þá að Ljótsstöðum og var um
skeið hjá frændaliði sínu þar. Á Ljótsstöðum lærði hún margt,
bæði til munns og handa, og var hún fermd þaðan.
Guðrún vistaðist að Viðvík til séra Zóphóníasar og maddömu
Jóhönnu, sem þótti um ýmsa hluti sérkennileg í háttum. Frúin
lét Guðrúnu sofa í herberginu hjá sér, og ef hún átti erfitt
um svefn, sem ósjaldan skeði, kallaði hún á Guðrúnu og ræddi
við hana, oft og tíðum um miðjar nætur, lét hana hagræða rekkju-
búnaði sínum og snúast bæði hitt og þetta.
Frú Jóhanna prófastsfrú í Viðvík var gáfuð og gagnmerk kona,
dóttir Jóns háyfirdómara í Reykjavík. Hún var alin upp á stóru
og myndarlegu heimili. Efalaust hefur unga stúlkan Guðrún margt
af henni numið, sem síðar mátti að gagni koma.
Jón og Guðrún kynnmst í Viðvík, og leiddi sá kunningsskapur
til þess, að Guðrún gerðist bústýra hans að Enni. Þau bjuggu sam-
an æ síðan og voru gefin saman í hjónaband 1916.
Vorið 1906 fluttu þau að Bakka í Viðvíkursveit, og þar bjuggu
þau í rúmlega hálfa öld, eða 51 ár.
Þegar Jón og Guðrún, ásamt börnum sínum, fluttu í Bakka,
var túnið að þeirrar tíðar hætti kargaþýfi og tvær litlar beðaslétt-
ur. Heyfengur var rýr, eða um það bil 70 hestar á rækmðu landi,
en annar heyfengur var á útengjum. Jón tók til óspilltra málanna,
ræktaði og færði út tún sitt, unz töðufengur var orðinn um 600
hestar. Auk þess var töluvert af hálfunnu landi, sem ekki vannst
tími til að ljúka við. Jörð sína girti Jón og hirti vel, var og sæmd-
ur heiðursskjali og kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags Viðvíkur-
hrepps fyrir frábæran dugnað og þrautseigju í löngu og gifturíku
starfi, eins og segir í skjalinu.
Bærinn á Bakka var stór og mikill. Jón dittaði að honum, þilj-
aði og bætti, setti nýja og stærri glugga og hélt honum vel við.
Einstök snyrtimennska var á Bakka, bæði utan húss og innan.
Hver hlutur hafði sinn fasta samastað, og þar var frá honum
gengið, hversu svo sem á stóð. Allt var í fösmm skorðum, eins
10