Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 88
SKAGFIRÐINGABÓK
því Ingibjörg, móðir Sigurlaugar, var systir frú Bjargar, móður
séra Tryggva. Jóhannes Sigvaldason var á Starrastöðum næsta
vetur og gekk út að Mælifelli og hirti þar fé og hross, en kýr voru
þar ekki. Kýrnar munu hafa verið fjórar, og Þorbjörg á Starra-
stöðum mjólkaði þær um haustið, þangað til þeim var ráðstafað.
Ekki man ég, hvað gert var við tvær þeirra, hafi þær verið fjórar.
Ein fór að Starrastöðum, og Jóhannes bar handa henni heyið frá
Mælifelli, en yngsta og bezta kýrin, Branda, fór að Löngumýri.
Branda var keypt af Jóhanni á Brúnastöðum sumarið eða haustið
1920 og þá óborin. Við Jóhannes fórum að sækja kvíguna, en þá
var Jóhann ekki heima. Samt fórum við með gripinn, hver sem
hefur afhent hann, en þegar Jóhann kom heim, brá honum illa
við og varð að orði: „Hann sendir Jóhannes Sigvaldason og Björn
Egilsson að sækja kvíguna og enga peninga, enga peninga. Eg skil
ekki meininguna, ég skil ekki meininguna, lagsmaður.“ Það var
orðtak Jóhanns, „lagsmaður“. En Jóhann fékk peningana fyrir
Bröndu, þó seinna væri.
Húsin, sem brunnu á Mcelifelli.
SÉRA Jón Magnússon var prestur á Mælifelli 12 ár, frá
1888 til 1900. Þessi mikli athafnamaður lét byggja upp staðinn,
kirkju og íbúðarhús, á þremur árum, 1892 til 1894. Fyrst lét
hann reisa kirkjuna og er eftirfarandi bréf, sem til er í bréfasafni
biskups, upphaf þess máls:
„Eftir samkomulagi við prófast og aðra hlutaðeigendur, hefi ég
undirritaður afráðið að byggja á næsta sumri nýja kirkju hér í
stað hinnar gömlu, sem hér er nú. Keypti ég því á síðastl. sumri
efni til kirkjunnar; grjót í grunnmúr undir hana var flutt að næst-
liðinn vetur, og nú í vetur á að undirbúa smíðið, eftir því sem
við verður komið. En það sem því er til tálmunar, að kirkjan
86