Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 160
SKAGFIRÐINGABÓK
bað hann fræða sig hjá skynugum sjómönnum, sem róið hefðu
við Drangey, og væri þar vanir fuglaveiðum, um hitt og þetta
því viðvíkjandi, eftir spursmálum þeim, er sjálfur gaf eg; og hefir
hann með góðvilja fullnægt beiðni minni í þessu. Sér í lagi hefir
hann átt tal við skynugan og ekki ólærðan mann, Markús Þor-
láksson, sem með eigin hendi hefir skrifað svör uppá spurningar
stiftprófastsins, sem mér eru hingað send.
Nú með því engi hefir hingað til viljað rita um nefnda fugla-
veiði, voga eg heldur að gjöra það, en það með öllu skyldi berast
fyrir borð, í þeirri von, að koma mundi löndum mínum að góðu
gagni, ef þeir vildu færa sér hana í nyt, hvar við verður komið.
Það markverðasta eg veit, og mest á ríður, rita eg; þó neita eg
eigi, að mér máske kunni vera liðin úr minni nokkur smá hand-
tök þau, sem þar að lúta. Má vera einhver á síðan finnist, sem bæti
við og leiðrétti, hvað áfátt er. Eg hefi skorðað mig til þeirra tak-
marka, eintómis að skrifa um flekaveiðina, en ekki hina, sem
brúkuð er í bjarginu og næsta er ófullkomin; þyrfti því mikillar
umbótar, sem án eft væri möguleg með nokkrum kostnaði, og
mundi borga sig, þá fram liðu stundir.
1
Flekarnir (A) eru gjörðir af fjölum, á þykkt sem flett borð,
ferhyrndir og aflangir í lögun, með tveimur okum (B) undir (af
sama við sem sjálfir flekarnir), negldum við fjalirnar með tré-
nöglum, hvör um sig kvartils langt frá endanum, og er gat á
miðju hvörs oka. Menn velja helzt í flekana hvítan og léttan
rekavið; þó má brúka norskan borðvið, sem smáneglingur er í af
kvistum, eins allan geitarlausan, þófgróinn, hvítan við, sem flýtur
vel, og á Skaga í Hegranessýslu er oft brúkaður í aska; er slíkur
viður því til þessa valinn, að miklu varðar, að flekarnir drekki
ekki mikinn sjó í sig; því annars verða þeir vatnsósa, fljóta eigi
vel, verða þungir og óhægir meðferðar, og endast verr. Þar að
auki, þegar þeir mara, skolar sjórinn, í því hann gengur yfir
flekana, egningunni af snörunum, svo fuglinn gemr ekki áegnzt.
158