Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 86
SKAGFIRÐINGABÓK
moldarbing, sem fósturfaðir minn er að tæta skóflu í, og hið
næsta, sem ég man, er för mín fram af moldvarpinu og fram á
grafarbarminn. Eg kútveltist, lafhræddur. Og nú er það ég, sem
er á leið til himna; einhver hefur mig á loft, og ég er handlang-
aður undir margradda söng út úr mannþrönginni; borinn grenj-
andi burt. Hafði ég ekki erindi sem erfiði, en mér óaði breytni
fullorðins fólks.“
Eftir brunann.
Eins og áður er getið, lifði eldur í brunarústunum lengi
á eftir. Því varð sú hugmynd til, að veita læknum í rústirnar, var
þó ekki hægt um vik, því lækjargilið norðan við var svo miklu
lægra. Samt varð þetta að ráði. Lækurinn var nokkuð vatnsmikill
og átti upptök uppi í Réttarmýri og uppi á Bug. Var hann nú
tekinn í skurð út og upp við svonefnda Arnaklöpp á milli Mæli-
fells og Hamarsgerðis. Margir menn unnu við gröftinn í sjálf-
boðavinnu, og tók það ekki marga daga. Eiríkur Einarsson frá
Villinganesi mældi fyrir skurðinum, hafði enda lært landmæling-
ar í Hólaskóla. Var hann lagður í sviga með brekkunni fyrir utan
og ofan Haugshús, sem svo voru kölluð og enn standa að nokkru.
Enn má sjá fyrir skurðinum í sviga fyrir hólbarðið fyrir ofan húsin
og suður Haugshúsavöll, ofarlega, og síðast ofan hólinn upp af
bænum, sem þá var brunninn.
Fjölskylda séra Tryggva var á Starrastöðum í viku eða hálfa
aðra viku eftir brunann. Páll á Starrastöðum segir svo frá, að
allan þann tíma hafi fólk úr sveitinni verið að koma með gjafir,
fatnað eða peninga, til dæmis hafi Jón Guðmundsson á Hömrum
gefið prestinum 300 krónur, sem var stórgjöf á þeirri tíð.
Jóhann hreppstjóri á Brúnastöðum bauð Jakobínu að vera hjá
sér með drenginn næsta vetur, en þegar hann vissi, að hún var
ófrísk, treysti hann sér ekki til þess, en hann og kona hans voru
84