Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 42
SKAGFIRÐINGABÓK
hafa séð; Árni Björnsson víðara yfirheyrður um þecta, auglýsir,
að kokkurinn hafi slegið sig í göngunum, hvað bróðir hans Guð-
mundur einninn segist séð hafa; býður Árni þar upp á eið sinn
og báðir þeir. M1' Erlendur uppástendur, að Árna sé eiður fyrir-
lagður, að hann hafi ei kokkinn slegið, hvað Árni segist ei gjöra,
en uppástendur, að kokkurinn bevísi sinn framburð. So sem nú
málið sýnist að litlu verði vera, en Johan Jacobsen framber, að
Árni hafi hann slegið og Árni Björnsson að Johan Jacobsen hafi
hann slegið, en hvörugur færir til nokkrar bevísingar og Johan
Jacobsen ekki hér til staðar, kann hvörugum þeirra í so óvissu
máli eiður að fyrirleggjast í þetta sinn, þar engin gögn eða líkur
af hvörugs hálfu framkoma og þó yfirheyrð vitni af Dönskum og
Islenzkum, sem skyldu nálægir verið hafa; en báðum þeim stend-
ur frítt víðari gögn og bevísingar að skaffa, ef annars vilja í sök-
inni víðara procedera."1
Vitni voru og leidd í Guðbrandarmálinu og öðru máli, og er
frásögrí þingbókarinnar á þessa leið:
Fyrsta vitni, Helgi Björnsson, var „aðspurður, hvört hann hafi
í búðinni verið, þá Guðbrandur Arason kom í búðina. Svarar nei,
heldur úti fyrir búðinni og heyrt hávaða til hans og annarra inni,
— búðin opin. Segist hann séð hafa, að Guðbrandur mundi sleg-
inn verða og gengið inn til að koma hönum út, því hann hafi
nokkuð drukkinn verið áður hann gekk inn. Sá hann undirkaup-
mann slá með hnefanum þrisvar eða 4 sinnum fram, en ei sá
hann, hvar það kom á, en meinti það Guðbrandi ætlað; ei sá hann
Guðbrand slá til nokkurs manns; þeir hefði og átt saman þá Helgi
kom inn, þó ekkert illt til orða né verka; segist Helgi þá ásamt
öðrum hafa tekið Guðbrand og komið hönum út. Allra fyrst þá
Guðbrandur kom inn, hafi undirkaupmaður Oelandt varnað hön-
um inn, en hinn samt þrengt sér inn hjá hönum, beðið að lofa
sér inn með friði, hann væri kominn uppá tiltekinn dag og sér
svo heimilt kóngsins verzlunarhús sem þeim; ei þykist hann fleira
vita af þeirra viðskiptum. Arngrímur Jónsson segist komið hafa
1 Þingbók Hvs., 165.
40