Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
sína, réðst hann í að endurbyggja kirkjuhúsið strax á næsta ári,
„sumpart með nýjum, sumpart með gömlum viðum, þó ófúnum
og stæðilegum, og er kirkjunnar undirgrind allvel standandi en
yfirgrindin veikari, þó all vel fyrir komið“ (Vísitazía 1763).
Kona sr. Sveins var Hólmfríður Þorláksdóttir frá Sjávarborg.
Þau eignuðust mörg börn, þótt ekki verði þeirra hér getið. Mad.
Hólmfríður andaðist árið 1780. Eftir það bjó sr. Sveinn áfram
með börnum sínum á Knappsstöðum, enda hélt hann prestsskap
til dauðadags, og fór hagur hans heldur batnandi.
Veturinn og vorið 1804 var sr. Sveinn lengi sjúkur, enda kom-
inn fast að áttræðu. Þó náði hann sér furðu vel af svo gömlum
manni. Svo var það á sunnudagsmorgni 12. ágúst um sumarið, að
prestur var snemma á ferli að vanda sínum. Gekk hann út heill
og hrausmr, að menn meintu. Skömmu síðar varð dóttur hans
gengið út, og fann hún þá föður sinn örendan í hlaðvarpanum.
— Þá var sr. Sveinn 77 ára og hafði verið prestur í 52 ár.
Sr. Pétur Pétursson á Miklabæ (síðar prófasmr á Víðivöllum)
söng þennan prestöldung til grafar í Knappsstaðakirkjugarði þ.
22. ágúst. Hann var sysmrsonur sr. Sveins.
I Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar er sagt, að sr. Sveinn Jónsson
hafi verið kunnátmmaður og átt sagnaranda, sem lengi hafði verið
í föggum hans. Saga sú, sem hér skal greina, bendir til þess, að
honum hafi komið fátt á óvart.
Eitt sinn fór sr. Sveinn eitthvað út í sókn sína snemma vetrar.
Hann kom ekki heim um kvöldið, en gisti í Tungu um nóttina.
Um kvöldið heyrir Tungufólk, að presmr segir upp úr eins manns
hljóði: „Nú hefur hann notað sér það, að ég var ekki heima,
skollinn sá arni.“ Enginn vissi, hvað þetta átti að þýða, því að
presmr gat ekki um það. Morguninn eftir fór presmr heim til sín.
Jafnskjótt og hann var kominn heim, sendi hann til bónda á næsta
bæ og bað hann finna sig. Presmr tekur hann glóðvolgan og
segir honum að skila sér magálnum, sem hann hafi stolið úr eld-
húsinu hér í gærkvöldi. Annars skuli hann sjálfan sig fyrir hitta.
Þetta kom flatt upp á bónda, því að hann var sannur að sök.
104