Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 123
KNAPPSSTAÐAPRESTAR Á SÍÐARI ÖLDUM
biskup, að hann beiti sér fyrir því að prestur fái greidda 69 rd. og
15 sk., sem eftir standa af þeim 220 rd. sem Miðdalskirkja varð
skyldug fyrir predikunarstól í fyrrasumar. Þetta segir sr. Páll að
sig sár-vanhagi um, því að hann verði í miklum vandræðum með
að ala önn fyrir sér og sínum, þegar hann missi nú embættis-
tekjurnar.
Og satt var það: bágur var hagur sr. Páls, þegar hann stóð nú
uppi embættis- og efnalaus. Það sést glöggt á niðurlagsorðum út-
tektarinnar í Miðdal, þegar hann skilaði af sér stað og kirkju í
fardögum 1841, þar sem segir:
„ ... en með því sá fráfarandi sökum sinna bágu kringum-
stæðna nú engar útgöngudyr hefur til utbetalnings hinum
26 rd. 48 sk., samþykkir prófastur það samkomulag milli
fráfaranda og viðtakanda, að útgreiðsla þeirra bíði til þeim
fráfaranda hentugri tíma og stendur próf. inni fyrir að sá
collationeraði bíði þar af engan halla.“
En hvernig sem úr þessu hefur greiðzt, þá er hitt víst, að sr.
Páll barðist við mestu fátækt þessi misseri, þar til hann fékk upp-
reisn og aftur prestlegt embætti. Uppreisn var honum veitt 22.
apríl 1843, en ekki gilti hún innan Arnessýslu og greiða skyldi
hann eftir tillögu biskups 1 rd. til fátækra prestsekkna fyrir vikið.
Um vorið voru lausir Knappsstaðir í Stíflu við brottför sr.
Stefáns Þorvaldssonar. Umsækjendur voru 5, auk Páls. Allir
voru þeir hæfir menn, og urðu sumir merkir prestar. En þeir voru
allir yngri en sr. Páll, og hann fékk líka hin bezm meðmæli
biskups, sem taldi hann þessa brauðs meira en maklegan. Fékk
sr. Páll veitingu fyrir því 19. júní 1843 og hélt þegar norður
sunnan úr Laugardal, þar sem hann hafði dvalið við bágan hag,
eftir að hann missti embætti.
Orð var á því gert, hversu fátæklegar voru föggur þeirra prests-
hjónanna, er þau komu norður. Var farangur þeirra á 2 eða 3
reiðingshestum, þar með drengir þeirra, Tómas og Páll, sem reiddir
voru í kláfum. Hins vegar var nautpeningurinn rekinn af Guð-
121