Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 32
SIÍAGFIRÐINGABÓK
en hann sat þá á tali við undirkaupmann í krambúðinni, og ræddu
þeir atburði dagsins. Undirkaupmaður lauk upp hurðinni og datt
þá komumaður inn úr dyrunum, en hann mun sökum ölvunar
ekki hafa kunnað fótum sínum forráð. Samkvæmt frásögn undir-
kaupmanns um þennan atburð stóðu hinir álengdar, og er þeir
sáu, að krambúðardyrnar voru opnar og félagi þeirra kominn inn,
skipti það engum togum, að allur hópurinn ruddist inn í búðina
í einni svipan.1 Undirkaupmaðurinn hvarf nú úr búðinni að sinna
starfsliði verzlunarinnar, en kaupmaður var kyrr inni um smnd.
Það er ekki fullkomlega ljóst í öllum atriðum, í hvað tíminn hefur
eyðzt þá stund, en óhætt virðist þó- að slá því fösm, að enginn
hefur beinlínis haft í hótunum við kaupmann eða ýtt við honum,
því að allt slíkt hefði komið fram í hinum ítarlegu frásögnum af
þessum atburðum, sem kaupmaður lagði fram eftir komu sína til
Hafnar, svo sem áður hefur verið nefnt. Ekki er þess heldur getið,
að kaupmaður hafi beðið menn að hverfa úr búðinni, en hitt
kemur fram í nefndum frásögnum, að kaupmaður hrökklaðist út
úr henni, og segir undirkaupmaður um þetta, að komumenn hafi
haft í frammi slíkan hávaða og farið með slíkum látum („Stpjen
og Alarm“), að kaupmaður hafi ekki haldizt við inni. Sjálfur
segir kaupmaður í sinni skýrslu, að hann hafi horfið úr búðinni
með þessum orðum: „Yil I regere allene herinde og gj0re Vold
saa faar jeg at retirere.“2 Væntanlega hefur kaupmanni verið í
fersku minni öngvitið sumarið áður og korði sá sem klausturhald-
arinn á Reynistað hafði sýnt honum. Hefur kaupmaður væntan-
lega talið það óhjákvæmilegt að fara með ítrustu gát, er viðskipta-
menn hans voru í þessum ham.
Þegar stjórn Hörmangarafélagsins fjallar árið eftir í bréfi til
Rentukammersins um atburð þann, sem gerðist í verzlunarhús-
1 Sbr. skýrslu undirkaupmanns um þennan atburð með bréfi H. til Rk.,
ds. 29. 3. 1754. R. D., Rtk. 372.56.
2 Sbr. skýrslu kaupmanns með bréfi Hörmangarafélagsins til Rentu-
kammersins, ds. 29. 3. 1754. Ríkisskjalasafn Dana, Rtk. 372.56 Orð
kaupmanns mæti þýða þannig: „Ef þið ætlið að fara að taka stjórnina
hér inni og beita valdi, þá verð ég víst að hypja mig.“
30