Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 56
SKAGFIRÐINGABÓK
III
ÖHÆGT er að vita, hvort orðrómurinn um illt atlæti
Karólínu Guðmundsdóttur var sveitarslaður og annað ekki; eins
hitt, hvort sögurnar um naum matarútlát Jóhönnu Sigfúsdóttur
spruttu af saklausum misskilningi: menn hafi séð, að Karólína
tærðist upp, og þótzt skilja, að hún væri svelt, en réttrar orsakar
á hinn bóginn verið að leita í meinsemdum. Krufningarskýrslan
sýnir, sé hún lesin í heild, að Karólína var mjög illa farinn sjúkl-
ingur. Undir orðum Guðmundar í réttarhaldinu um þröngan bús-
hag gæti raunar leynzt vísbending um, að Karólínu hafi verið
skammtað í tæpara lagi. Hvað um þetta, sýslumanni virtist torvelt
að færa sönnur á vítaverða breytni Villinganeshjóna.
Geta má því nærri, að allur þessi rekstur hefur fengið á Guð-
mund Þorsteinsson og fólk hans og verið hnekkir heimilinu, þótt
eigi gengi til dóms. Það gerðist ekki á hverjum degi í Tungusveit,
að stofnað væri til rannsóknar sem þeirrar í Villinganesi 24. apríl
1860.
Þegar Sigurður Eiríksson á Borgarfelli sagði mér frá Karólínu
Guðmundsdótmr og afdrifum hennar, eins og hann vissi gerst,
var öld liðin og tæpur áramgur bemr frá dauða hennar. Eg hugsa,
að saga hans sé eins rétt og munnmæli geta allajafna verið eftir
svo langan tíma. Þau sverfast ýmislega til, en glata ekki kjarna
sínum. Að sjálfsögðu er sagnageymdin þeim mun betri sem sögu-
menn eru fastar knýttir vettvangi. Og hér stendur svo á, að munn-
mælin um afdrif Karólínu lifðu í Villinganesi. Helga Jóhannes-
dóttir varð að vísu ekki heimilisföst þar fyrr en sextán árum síðar
en Karólína dó. Einhver sagði henni, enginn veit hver né heldur
hve snemma það var. Jón Guðmundsson hefur varla borið þessa
atburði mikið í mál, svo ófagrir sem þeir eru. Andi munnmæl-
54