Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 85
BRUNINN Á MÆLIFELLI 1921
nú er gott að sofna. Fósturamma mín situr á rúmstokknum og
heldur í hönd mér.
Vetrardvöl á Löngumýri eftir eldsvoðann er að mestu horfin
mér úr minni. Þó stendur mér einn atburður ljóst fyrir hugskots-
sjónum. Reimar Helgason, vinnumaður þar og ágætur vinur
minn, krúnurakaði mig í laumi og kvað svo á, að ég skyldi engu
fyrir týna nema lífinu, ef ég segði nokkrum hver að vann. Því var
það, er konur fórnuðu höndum og spurðu, hver staðið hefði að
þessum ósköpum, að ég svaraði af bragði: „Ja, Reimar gerði það
ekki.“
Eg vík aftur að brunanum. Ekkert rámar mig í bæjarrústirnar,
en steinaröð man ég frammi á varpanum, þar sem kirkjan stóð.
Minnisstæðastur er mér smiðjukofi, sem stóð austanhallt við fjós-
ið; dýrleg vistarvera. Þar var bókaleifum úr brunanum hlaðið
með veggjum. Eg undi löngum einn í smiðjunni, bar djúpa lotn-
ingu fyrir þessum illa leiknu bókum, gerði mér ljóst, að þær
geymdu mannlegar hugsanir og dró ekki í efa, að þar væri um
spekimál að ræða. Eg mun hafa verið kominn í kynni við staf-
rófskver, því letur þekkti ég á sumum þeirra, en á öðrum var
leturgerð ókennileg, næsta dularfull og mér ráðgáta. Virðing mín
fyrir lesmáli jókst í réttu hlutfalli við torræði þessara rúna, lotn-
ing mín fyrir lesmáli aldrei orðið meiri og síðan farið hnignandi
til þessa dags ... Svo er mér bannað að una að leik í smiðjunni,
þótti verða sölugur af sóti þar, en nógur vösólfur fyrir. Nú þótti
við hæfi að brenna leyndardóma smiðjunnar til ösku. — Eg gaf
engum hlutdeild í sorg minni. — Þannig eyddist obbinn af hand-
rita- og bókasafni Hjörleifs prófasts Einarssonar...
Þá vil ég geta um fyrstu jarðarför, sem ég minnist eftir brun-
ann. Til moldar var borin kona, sem ég hafði lítil, en góð kynni
af. Eg velti dauða hennar mikið fyrir mér. Fullyrti fólk að sál
hennar færi til guðs. Mér fannst hann hefði getað beðið og var
staðráðinn í að sjá, þegar sálin stigi til himna. Svo kemur jarðar-
förin, óskiljanlegar og ósmekklegar aðfarir. Eg er aftarlega í hópn-
um og einhver heldur í hönd mér. Það er sungið. Skyndilega
kippi ég að mér hendinni, renni mér inn í mannþröngina, upp á
83