Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 124
SKAGFIRÐINGABÓK
rúnu Ásmundsdóttur, sem fyrr getur. Er það í frásögur fært, að
prestur hafi slegið járnþynnum undir skó hennar, til þess að ekki
væri hætt á, að hún gengi niður úr þeim á þessari óralöngu leið.
I Miðdal hafði sr. Páll verið í tekjuminnsta brauði Árnesþings
og Knappsstaðir voru líka fátækasta brauðið í Skagafjarðarpró-
fastsdæmi, en sú var bót í máli, að það fékk árlega allríflegan
styrk úr Kollektusjóði. Og það var hægt brauð, aðeins ein kirkju-
sókn — 15 heimili með 130—140 manns. Bújörðin var allgóð,
svo að efnahagur sr. Páls hefði átt að geta verið sæmilegur, ef
óregla og ráðleysi prests hefði ekki verið þar alvarleg hindrun í
vegi. Þó mun afkoman hafa farið batnandi, þegar synir prests
komust upp og unnu heimilinu áður en þeir kvæntust og fóru
að búa.
Af sonum sr. Páls er þetta helzt að segja:
Sá elzti, Tómas, varð bóndi í Saurbæ í Fljótum. Kona hans var
Ingibjörg Jónsdóttir. Tómas var fjörmaður hinn mesti, mikið gef-
inn fyrir drykkju og útreiðar og átti gæðinga, óprúttinn á ferða-
lögum og óeirinn við vín. Eru um það sagnir. Frá Saurbæ fluttust
þau Tómas og Ingibjörg vestur á Skagaströnd.
Páll Pálsson kvæntist Guðrúnu Jónatansdóttur, og fóru þau að
búa á Knappsstöðum vorið 1869. Guðrún var orðlögð fríðleiks-
kona, gáfuð og skáldmælt og hyggin búkona. Þau eignuðust einn
son. Páll var myndarmaður, greindur og glaðsinna og hagorður
vel. Hann var búmaður í bezta lagi og átti ágæta reiðhesta. Síð-
asti reiðhestur hans var ljósaskjóttur gæðingur, lítt viðráðanlegur
fyrir fjöri.
Það var á annan dag páska 1871, að Páll fór í hákarlalegu og
reið Ljósaskjóna til skips. En nú brá svo við, að knýja varð þennan
mikla fjörgamm áfram með svipuhöggum. Páll kom ekki aftur
úr þessari sjóferð. Til skips hans spurðist aldrei síðan.
Frá þessum mikla mannskaða segir Norðri 2. maí 1871 á þessa
leið:
„Um kvöldið 10. apríl (annan í páskum) var róið úr Fljótum
á þrem opnum skipum til hákarls. Tvö af þessum skipum komu
aftur eftir skamma útivist, því þá hafði gengið að norðan hvass-
122