Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 76
SKAGFIRÐINGABÓK
Ekki man ég, hvaða menn voru með mér á leiðinni norður,
en úr Kiðaskarði fórum við yfir hjá Mælifellsseli og austur gömr
þaðan. Þegar komið var á Háubrekku, sáum við heim á staðinn.
Þar var engin kirkja og enginn bær, aðeins svartar brunarústir,
sem rauk mikið úr. Eldur var í rústunum marga daga og var
vakað yfir þeim vegna þess að fjós og hlaða, rétt sunnar, brann
ekki, og voru tvö hundruð hestar af heyi í hlöðunni. Ekki man
ég, hvert ég fór þetta kvöld til gistingar, en þykir líklegt ég hafi
farið að Hvammkoti.
A Mælifelli var heimilisfólk níu manns þetta ár: Séra Tryggvi
Kvaran og frú hans, Anna Grímsdóttir Thorarensen frá Kirkju-
bæ á Rangárvöllum, frú Björg Einarsdóttir, móðir séra Tryggva,
Hjördís dóttir presthjónanna, ársgömul, og fóstursonur þeirra,
Kristmundur Bjarnason á þriðja ári. Annað fólk var: Jóhannes
Sigvaldason og Björn Egilsson vinnumenn, Jakobína Sveinsdóttir
og sonur hennar sex ára, Sveinn Egilsson. Auk heimafólks voru
gestkomandi umrædda nótt: Jóhanna Jóhannsdóttir kona Jó-
hannesar Sigvaldasonar og dóttir þeirra, Sigurveig, sex ára gömul.
Jóhanna var þá hjá bróður sínum, Sigmari Jóhannssyni bónda á
Steinsstöðum.
Eldurinn kom upp aðfaranótt miðvikudags, sem var réttardagur
í Mælifellsrétt. Það var venja á þeirri tíð, að tamdir hestar væru
hýstir á haustin, og svo var á Mælifelli þessa nótt. Jóhannes Sig-
valdason tók hest og fór til bæja að sækja hjálp. Fyrst hélt hann
að Starrastöðum, svo að Hvammkoti, Hafgrímsstöðum og Brúna-
stöðum. Þeir bræður, Hannes í Hvammkoti og Jóhannes á Brúna-
stöðum voru við brunann, en bróðir þeirra, Guðmundur Kristjáns-
son bóndi á Hafgrímsstöðum, var ekki heima, mun hafa verið
fyrir vestan að hirða fé í Auðkúlurétt.
Starrastaðafólk, fimm manns, kom fyrst að hinum brennandi
stað. Það var Olafur Sveinsson bóndi, Margrét Eyjólfsdóttir kona
hans, Ingigerður Halldórsdóttir, síðar húsfreyja í Merkigarði,
Símon Jóhannsson, síðar bóndi í Goðdölum, og kona hans, Monika
Sveinsdóttir, systir Olafs. Þeir Olafur og Símon hröðuðu för sem
mest þeir mátm, og fylgdi Monika þeim eftir. Þær Margrét og
74