Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 41
SNURÐUR Á SAMRÚÐ VIÐ EINOKUNARKAUPMENN
Ennfremur skýrði kaupmaður svo frá, að Arni Björnsson og
Helgi Björnsson á Gafli hefðu komið í eldhús verzlunarinnar
kvöld eitt klukkan átta, nokkru eftir að hringt hefði verið úr
vinnu og næturvörður kominn á vakt. Arni og Helgi nauðuðu á
matsveininum að gefa sér brennivín, og þegar hann neitaði því
og vildi reka þá út, drógu þeir hann út í göngin, löng og dimm,
og létu barsmíðarnar dynja á honum. Þetta geti aðrir starfsmenn
verzlunarinnar staðfest, en þeir hafi setið yfir borðum, er um-
ræddur atburður hafi gerzt og matsveinninn komið og sýnt glóðar-
augu sín og illa leikið andlit.
Þessi mál höfðu reyndar þegar verið til meðferðar fyrir rétti á
Islandi og kveðinn upp dómur í þeim. Frá þessu segir í þingbók
Húnavatnssýslu og hefur samkvæmt henni verið þingað í þessu
máli 23.—24. september 1754, eða um leið og tekið var þingvitni
um verzlunina.
Fyrsta vitnið í máli Helga Björnssonar var Þuríður Bjarna-
dóttir. Vitnisburður hennar fyrir rétti, skv. þb. Hvs. er á þessa
leið: „Arni Björnsson hafi innkomið um máltíð og beðið Johan
Jacobsen um brennivín þrisvar. Þá stóð kokkur upp og hratt Arna
fram að hurðinni, lauk síðan upp hurðinni og hratt hönum fram
fyrir dyrnar. Hljóp þá danska fólkið frá borðinu, þá þeir heyrðu
þras til þeirra í göngunum; læsti þá Jón Illugason kokkhúsinu
og voru vitnin öll þar inni, en hinir í göngunum frammi; hvörug-
an sá hún slá annan og veit ei víðara um þeirra viðskipti, utan
þá Johan kom inn aftur, lýsti hann, að Arni hefði slegið sig, var
blár fyrir neðan augað; Guðmundur Björnsson hafi þar verið og
hindrað svo ei varð klammarí inni, beðið þó báða með góðu."1
Þrjú önnur vitni, Sigríður Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson
og Jón Illugason, vitnuðu á sama veg og Þuríður um þennan at-
burð.
Meðal helztu vitna í- þessu máli var Peder Bech. Hann var „að
spurður, hvört hann hafi séð Arna slá kokkinn, eða kokkinn slá
Árna; sagðist hann hvörugt séð hafa og öngvan viti hann það
1 Þingbók Hvs., 164.
39