Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 165
UM FUGLAVEIÐINA VIÐ DRANGEY
6
Af áður sögðu er auðráðið, að það, sem útróðrarmenn við
Drangey kalla niðurstöðu, er samsett af fimm flekum, fjórum
flekaböndum, fimm flekakeflum, tróssu og tróssu- eður stjóra-
steini. Slíkar fimm niðurstöður fylgja sexæring hverjum, auk
þeirra 6 eður 8 fleka niðurstaða, sem heitir hjáflekaniðurstaða,
af því að hásetarnir eiga sinn fleka hver, og það sem á þeim
veiðist utan skiptis.
7
Þegar niðurstöðurnar eru á sagðan hátt búnar, eru þær að
öllu leyti svo á sig komnar sem þær eiga að leggjast fyrir fuglinn.
Því sýnist ekki óviðurkvæmiligt að skýra frá handtökum og með-
ferð á þeim, sem eg man, frá því úr vörum er lagt, unz menn
lenda afmr. Þegar menn hafa ýtt á flot, bera þeir niðurstöðurnar
fram, og bunka þær hverja ofan á aðra laglega, bæði í skut og
barka. Eru flekarnir lagðir svo, að þær hliðarnar á þeim, sem upp
eiga á sjónum, snúi saman. Hroka þeir þá minna upp í skipinu, og
egningin á snörunum heldur sér betur. Þó ætla menn nóg rúm
handa formanninum, sem situr í stafnloki, og hefir þar tjörgur
sínar kringum sig. Flekakeflin og tróssurnar eru lagðar á hag-
kvæma staði, einkum miðskipa, svo þær séu við hönd, þá á þarf
að halda. Að svo búnu leggja menn frá landi, jafnaðarlega á
sunnudagskvöldum, en koma heim afmr á miðvikudögum. Liggja
þeir á sjótrjánum þá hálfu viku, og sæta bæði fugli og fiski, sem
þeir helzt veiða á lóðum. Sumir fara og á land á Drangeyjarfjöru,
og liggja þar á fjörugrjótinu með seglum sínum yfir sér, hvað
litlu er betra.
8
Þegar menn koma nærri eyjunni í fuglaleitir, sem þekkist af
því, að fuglinn hnappar sig um þær slóðir, þá fara tveir þeir lé-
legustu hásetarnir fram í og andæfa, þegar gott er í sjóinn; en sé
163