Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 170
SKAGFIRÐINGABÓK
‘þorði ekki lengra vegna élsins. Ekki gat Guðmundur um aðra
hundakaupaferð úr Skagafirði þennan vetur, en hann var svo
mildur, að enginn mundi slíkan. Eðlilega verður lýsing Björns
á Guðmundi og háttum hans óljós, þar sem hann sá hann aldrei.
Eyfirðingar sendu 4 eða 5 menn suður fjöll til hundakaupa
þennan sama vetur. Munu þeir hafa lagt af stað með nokkuð
yfir 40 hunda, en töpuðu einhverjum á leiðinni. Guðmundur
sagði mér, að þeir Skagfirðingarnir hefðu engum hundi tapað.
Eg efast um, að farin hafi verið nema þessi eina fjallaferð
úr Skagafirði veturinn 1856, þó fullyrði ég ekkert um það, en
ólíklegt er, að fengizt hafi keyptir hundar syðra, nema handa
litlum hluta þeirra bænda, sem þá vantaði, og þeir fjárflestu
verið látnir sitja fyrir kaupunum. Eyfirzkur bóndi, sem lifði
fram á tíræðisaldur, sagði mér frá hundakaupaferð Eyfirðinga
þennan vetur, hafði sögnina eftir föður sínum. Einnig hafði
hann getið ferðar Skagfirðinga þennan sama vetur.
Guðmundur gamli var hann ætíð kallaður frá því ég
fyrst man um aldamótin; hann var þá húsmaður í Sólheimum í
Blönduhlíð hjá Sigurði bónda Jónssyni og konu hans, Sæunni
Halldórsdóttur, en þau hjón fluttu í Sólheima vorið 1898 úr
Skriðuhreppi austan Oxnadalsheiðar. Þar var hann til dauðadags,
1919, utan eitt ár, sem hann dvaldist í Miðsitju. Guðmundur varð
tæplega 80 ára, sagðist vera fæddur árið 1840 eða 1841. Skagfirð-
ingur mun Guðmundur hafa verið að ætterni og átti lengst af ævi
sinnar heima í Akrahreppi.
Guðmundur var einhver sérstæðasti persónuleiki, sem ég man
eftir frá bernsku- og æskuárum mínum, en hann mátti heita dag-
legur gestur á heimili mínu á köflum. A sumrin stundaði hann
heyskap sinn í sameiginlegum bithaga Sólheima og Sólheima-
gerðis, kom þá með ljáinn sinn til föður míns til klöppunar, eins
og það var kallað, eftir að ensku Ijáirnir komu til landsins. A
vetrum beitti hann fé sínu, rúmlega 30 talsins, á Sólheimamela,
sem eru 1-2 ferkílómetrar, hann kom þá heim flesta daga til að
hlýja sér á kaffisopa, en ánum hélt hann til beitar á melunum frá
því þær komu á hús á haustin þar til þær voru bornar og lömbin
mörkuð. Hann markaði þau ung, enda markið einfalt, stýft og
168