Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 94
SKAGFIRÐINGABÓK
hefði ekki ráðið þessu, heldur smiðurinn, sem smíðaði kirkjuna.
Hann var að sunnan og hét Jóhannes, ef til vill Borgfirðingur.
I mjóu sundi á milli bæjarins, sem brann, og stafnanna á fjósi
og hlöðu var brunnur og er raunar enn á sínum stað. Út frá hon-
vun má marka afstöðu húsa. Þennan brunn hlóð Egill á Sveins-
stöðum, og mun það hafa verið um eða fyrir 1910, því það var
fyrir mitt minni. Kvöld eitt í hálfrökkri gekk Egill um hlaðið
milli bæjar og kirkju og sá ekki betur en kirkjan væri opin í hálfa
gátt. Hann fór inn til séra Sigfúsar og spurði, hvort kirkjan ætti
að vera opin. Nei, það var ekki, og fór prestur út, en kirkjan var
harðlæst; hann geymdi sjálfur lykilinn og aðrir ekki. Næsm nótt
dreymdi Egil, að til hans kom maður, sem hann þekkti ekki. Sá
var þungur á svip og mælti: „Þú þurftir ekki að hlaupa með það
í prestinn, þó ég liti inn í kirkjuna.“ Gizkað var á, að þetta hefði
verið kirkjusmiðurinn, Jóhannes.
í úttekt staðarins árið 1900 er bæjarhúsum lýst jafn nákvæm-
lega og kirkjunni. Þar er skrifað:
B. Bœrinn
„Með bréfi, dags. 25. janúar 1895, veitti landshöfðinginn yfir
íslandi Mælifellsprestakalli embættislán að upphæð 1500 kr. til
húsabóta á prestsetrinu með þeim skilyrðum, sem tekin eru fram
í fyrr greindu bréfi. Byggingin, sem byggð hefur verið, er þannig:
I. Ibúðarhús 15 álnir á lengd, 8 ál. á breidd, 8 ál. á hæð af
gólfi og upp í mæni með þilstöfnum, torfveggjum og torfþaki,
20 stæðum, 10 bitum og 10 sperrum, þilgólf og loft í öllu hús-
inu. I austurenda hússins er afþiljuð stofa, 6 ál. á lengd, 6 ál. á
breidd og 3Vs ál. á hæð undir loft með tveimur sex rúðna glugg-
um. I miðju húsinu er eldavélarhús, 4 ál. á lengd og 6 ál. á breidd
og 3 Y8 ál. á hæð undir loft með einum sex rúðna glugga og stiga
upp á loft. Meðfram stofu og eldavélarhúsi er gangur með úti-
92