Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 60
SKAGFIRÐINGABÓK
átti eitthvað að greiða, bauð hann 50 króna seðilinn og svo gerði
hann einnig við Húseyjarkvísl, þar sem hann átti að greiða 25
aura í ferjutoll. En það vildi svo til, að ferjumaðurinn var enginn
annar en Jón bóndi Asgrímsson sjálfur. Hann stakk seðlinum í
vasa sinn, gekk heim, tók upp fjóra 10 krónu seðla, einn 5 krónu
seðil, fjórar silfurkrónur og þrjá 25 eyringa. Rétti hann ferða-
manninum þetta, sem sá, að þarna hitti hann fyrir sinn fjárhags-
lega ofjarl. Svona þóttu fréttir í þá daga.
Allar þessar ferjur voru flatbotna (prammar), róið á tvær árar
af einum manni, og var nokkur íþrótt að ná góðum tökum á því
í straumþunga og stormi. Þær voru frá 13—15—17 feta langar,
flestar í eigu ferjubóndans, sem fékk oftast einhvern styrk úr
sýslusjóði vegna stofnkostnaðar. Allt var það þó smátt í sniðum,
því fjárhagsgetan var lítil.
Arið 1892 kemur dragferja á Vesmrósinn, og kom þá brátt
hestfær leið yfir bæði Vötnin án þess að sundleggja, því 1895
var byggð trébrú á Austurvötnin. Þá fljótlega fækkaði handferj-
unum, en víða og nokkuð lengi var ferjað á þeim, þótt ekki væru
lengur lögferjur. Kom þar til vani, og menn stytm sér leiðir með
því. Raunar hvarf þetta ekki alveg fyrr en bílum fjölgaði og
komnir voru sæmilegir vegir.
Þegar lögferjur voru skipaðar, var ferjutíminn ákveðinn þannig:
Á sumrum skal sól ráða, en dagur á vetrum. Þó hygg ég, að oftast
hafi tíminn ráðizt eftir atvikum, hvað menn réðu við og treystu
sér til.
En víkjum þá aftur að dragferjunum. Hin fyrsta, sem kom á
Vesturósinn 1892, bar átta hesta fullhlaðin. Henni var lengst af
sinnt frá Utanverðunesi. Þessi ferja entist í sextán ár. Var hún
með vinduspili, sem þungt var að snúa. Þegar þessi ferja varð úr
sér gengin, var smíðuð önnur helmingi stærri að burðarmagni.
Var það gert til að mæta vaxandi umferð. A þessa ferju var smíð-
að tannhjólaspil og reyndist það nokkuð vel. Voru mál þessi öll
á vegum sýslunefndar, sem hafði umsjón með samgöngumálun-
um.
Það var í marzmánuði 1922, að nokkrir sýslunefndarmenn
58