Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 182
SKAGFIRÐINGABÓK
bundust þar í þeim skilyrðum, að gjöra kirkjugarð umhverfis
kirkjuna og einnig að gjöra veg yfir hið torsótta fjall, sem liggur
milli Vesturdals og Austurdals og sóknarpresturinn verður að fara
yfir í hverri ferð hingað í dalinn, svo framarlega sem kirkja þessi
fengi réttindi framvegis. Nú voru orðin biskupaskipti, og herra
bp. P. Pétursson1 orðinn biskup landsins. Hann leit öðruvísi á
málið en fyrirrennari hans, því að þá höfðu stiftsyfirvöldin ekkert
á móti að veita kirkjunni réttindi, og skal hún hafa þau, þegar
álitlegur vegur er kominn á fyrrnefnt fjall. Þegar sóknarbúend-
urnir höfðu fengið svar þetta, tóku þeir sig þegar til og hlóðu
garð umhverfis kirkjuna, svo sem lofað var, síðan fóru þeir og
byrjuðu á vegargjörðinni yfir fjallið og gjörðu nokkurn part veg-
arins. Nú fór svo, að bráðlega urðu búendaskipti í sókninni; þeir
sem höfðu bundizt því að gjöra veginn yfir fjallið dóu allir, nema
einn, sem nú lifir. Vegargjörðin yfir fjallið reyndist mjög torsótt,
og það sýndi sig brátt, að vegurinn var miklum skemmdum undir-
orpinn og ónýttist mjög í vorleysingum. Nú er það hvort tveggja,
að vér hinir nýju ábúendur viljum ekki bindast fyrrnefndum
skilyrðum fyrir réttarveiting kirkjunnar, enda er nú orðin full
breyting á þessu að öðru leyti, þar sem þessi vegur yfir fjallið
verður talinn með hreppavegum sýslunnar, þetta skilyrði fyrir rétt-
indum kirkjunnar fellur þess vegna þar með.
Af annarri hálfu er það álit vort, að engan veginn sé hæfilegt
að rýra laun prestsins að Goðdölum, þótt ekki sé nema um fáar
krónur árlega, því að öllum er kunnugt, að tekjur þessa presta-
kalls eru með hinum allra-rýrustu tekjum presta hér á landi, og
of lágar í samanburði við hin tekjumeiri prestaköll, sem þó allt
eins eru hægari en þetta prestakall og í samanburði við tekjur
verzlegra embættismanna. Vér getum þess vegna ekki álitið ráð-
legt að svipta prestinn kirkjutekjunum, þótt litlar séu, án þess að
neitt gjald, sem þeim svari, sé sett í staðinn. Það verður heldur
ekki með réttu annað álitið, en að hinum þjónanda presti, ef hann
1 Sr. Pétur Pétursson fæddist á Miklabæ í Blönduhlíð 1808. Hann var
vígður til biskupsembættis 1866 og veitt iausn 1889.
180