Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 181
BÆNASKRÁ
þjónandi prestar að Goðdölum fengju að halda gjöldum Ábæjar-
kirkju, tíundum, Ijóstollum og legkaupum, og gat þess um leið,
að slíkt hefði verið venja rétt 100 undanfarin ár, gegn því að
lýsa kirkjuna og leggja altarisgöngufólki sóknarinnar til brauð og
vín. Þetta, er um var beðið, leyfði Cancellíið með bréfi dags. 11.
júnímán. 1743. Síðan hefir þetta staðið svo sem bréf þetta segir,
að hinn þjónandi prestur hefir fengið árlegar kirkjutekjur Ábæjar-
sóknar.
Eins og eðlilegt er, hafa oftsinnis síðan ýmsir í sókninni verið
slíku alveg mótfallnir og þráð réttindi handa kirkju sinni; tvisvar
hefir þessi óánægja brotizt opinberlega út að undanförnu. Meðan
Island var svipt stjórnlegum réttindum sínum, var undan þessu
kvartað við stiftsyfirvöld landsins, og þau beðin um [réttindi]
kirkjunnar. Þau litu ekki í hvort tveggja skiptið eins á þetta mál,
og skal hér skýrt frá áliti þeirra í hvort tveggja sinn. I fyrra
skiptið var þessa leitað árið 1847: þá sendu bændurnir í Ábæjar-
sókn bænaskrá (?!) suður til stiftsyfirvaldanna með bréfi prófasts-
ins í Skagafjarðarsýslu, dags. 24. júní. Hinn 13. d. desembermán.
s. á. svöruðu stiftsyfirvöldin máli þessu, og sendi prófastur H.
Jónsson1 Ábæjarsóknarbúendum svarið með bréfi sínu, dags. 21.
d. desembermán. s. á. I svari þessu kveðast stiftsyfirvöldin „engan-
veginn hafa myndugleik til að veita henni jafnrétti við kirkjur
og að til þess þarf allrabcest konunglegt leyfi“. Þannig svaraði
herra biskup Helgi Thordersen, en þá komst aldrei svo langt, að
leitað væri „þessa allrahæsta konungl. leyfis.“ Fyrir nokkrum ár-
um síðan var valinn allur annar vegur til þess að fá réttindi
handa kirkjunni, sem líklega hefir sýnzt handhægur í svipinn, en
reyndist ekki vel. Búendur þeir, sem þá voru í Ábæjarsókn, vildu
mikið á sig leggja til þess að bænin yrði heyrð, en gátu ekki fyrir-
séð breytingar þær, er síðan hafa á orðið. Þeir sendu einnig eins
konar bónarbréf til stiftsyfirvalda þeirra, er skera skyldu úr, og
1 Sr. Halldór Jónsson var prófastur 1841—49, sat í Glaumbæ; hann varð
síðar prófastur á Hofi í Vopnafirði og alþingismaður Norðmýlinga
um skeið, áður konungkjörinn.
179