Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 82
SKAGFIRÐINGABÓK
hluti bæjarins féll fyrst, en þykir sennilegt, að það hafi verið
vesturhluti norðurhússins, því að þar var eldurinn magnaðastur,
þegar þeir komu út....
Þá mætti fyrir réttinum Jakobína Sveinsdóttir, Mælifelli........
Hún kveðst hafa verið á Mælifelli nóttina er brann. Hún kveðst
hafa farið síðast til svefns á bænum það kvöld og hafi þeirra
klukka þá verið nálægt því tólf. Rétt áður en hún fór upp, fór
hún inn í eldhúsið á norðurhúsinu og sótti þangað ösku, sem hún
brúkaði til að skúra úr gólfin uppi í baðstofu. Þá fortekur hún
fyrir, að nokkur reykur eða reykjarlykt hafi verið þar eða í gang-
inum og enginn eldur, nema hvað falinn var eldur í hlóðunum,
sem farið hafði verið með þangað í rökkurbyrjun. Hún kveðst
hafa verið með vaxkerti, sem logaði á, þegar hún sótti öskuna.
Hún kveðst hafa farið út nokkuð seint um kvöldið til að sækja
þvott á snúru vestanmegin við bæinn og tók þá ekki eftir neinu.
Hún kveður ekki hafa verið lagt í nein eldfæri á bænum daginn
áður en brann nema í eldavélina. Hún kveðst hafa misst í brun-
anum bækur, fatnað og hirzlur, allt óvátryggt. Eldavélin var
hreinsuð og rörið að neðan áður en farið var að brúka hana dag-
inn áður en brann og pípan öll ekki löngu áður. Hvenær, man
yfirheyrða ekki. Ekkert sérstaklega eldfimt var í kringum hlóð-
irnar þar, t. d. eldsneyti, hey eða hálmur eða því um líkt. Þegar
hún kom út, var mestur eldur norðan megin að vestan í bænum.
Ekki sá hún, hver hluti bæjarins féll fyrst. Vindur var hvass um
daginn á sunnan, en nær suðvestri eftir að þau voru búin að vera
litla stund úti.
Upplesið, staðfest, vék frá rétti.
Með því, eftir því sem fram er komið, ekki þykir ástæða til
frekari rannsóknar, er henni lokið.
Upplesið, rétti slitið kl. 4 sd.
Kr. Linnet.“
Réttarvitni voru Margrét Eyjólfsdóttir og Monika Sveinsdóttir.
Vitnisburðir þeir, sem að framan eru skráðir, eru glöggir og
80