Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 65
AF FERJUSTARFI VIÐ VESTURVÖTNIN
niður á fjöruna og hestum, fólki og farangri komið um borð.
Kunnuga hesta var oftast auðvelt að fá upp í, og óvana hesta
fékk maður til að fylgja hinum eftir. Væru þeir með klyfjar,
þótti sjálfsagt að taka þær niður og hvíla hrossin meðan farið var
yfir. Þegar allt var komið upp í ferjuna, sem fara átti í þessari
ferð vestur yfir, var hlerinn dreginn upp með kaðli. Sá kaðall lék
um járnhjól, er lá utan á hleranum, þeim endanum, er fjær var.
Var það dálítið átak. Svo var hleranum krókað föstum. Nú var
þá gengið að spilinu, lagst á sveifina og snúið vestur yfir Osinn.
Þegar lágsjávað var og hægt veður, gátu allir gengið þurrum
fótum um borð og upp á land eftir fallhleranum, en væri há-
sjávað og hvasst, var venjulega töluverður vaðall við ferjuna. Þá
var ég oftast í klofbússum, þurfti þá stundum að bera fólk og
farangur að og frá borði. Við slíkar aðstæður riðu karlar flestir
um borð, en sjaldan lét ég konur í söðlum gera slíkt, nema þær
væru alls óhræddar. Illt var fyrir konur á svona ferðalagi að vaða
og bleyta sig í fætur, svo þegar þannig stóð á, greip ég þær í
fangið og hljóp með þær upp í ferjuna. Yngra kvenfólk var þá
farið að sitja í hnökkum og væri það á vönum hesmm, sagði ég
því að ríða upp í ferjuna.
Þegar komið var að landi, var hleranum á þeirri hlið ferjunn-
ar hleypt niður og athugað, hvort sandurinn væri nægilega þéttur,
því sandkvikur gátu leynzt við vatnsborðið. Voru þá lausir hestar,
kvenfólk og krakkar látnir fara í land, klyfjarnar settar upp á
reiðingshestana og þeir teymdir upp á Tangann. Reiðmenn stigu
þá á bak í ferjunni, eða teymdu á land upp eftir aðstæðum. Ef
nú enginn sást á leið vestan að, dró ferjumaður upp hlerann,
krókaði honum og sneri ferjunni austur yfir. Beið hann svo næsta
ferðalangs.
Margt fólk ímyndaði sér, að starf ferjumannsins við Osinn væri
hinn mesti lífsháski. Það er fjarri sanni, en auðvitað varð að við-
hafa alla aðgát. Ef skoðaðar eru skýrslur um umferðina þessi þrjú
ár, er ég ferjaði, kemur í Ijós, að ekki slasaðist nokkur maður eða
skepna, og ekkert misfórst af flutningi.
Þegar lágsjávað var og veður góð, var þetta frekar rólegur
63