Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 103
KNAPPSSTAÐAPRESTAR Á SÍÐARI ÖLDUM
eiga 12 kýr og lét eina bera í hverjum mánuði, svo aldrei skorti
mjólk eða aðra hvítu í heimilið árið um kring.
Kona sr. Þórðar var Guðrún Gunnarsdóttir.
Eins og fyrr segir áttu þau margt barna. Voru sum af þeim
aumingjar. Tveir synir lærðu og urðu prestar: sr. Konráð á Þing-
eyrum og sr. Grímur, sem varð eftirmaður föður síns.
Grímur virðist hafa verið betri búmaður en faðir hans, því hann
byggði upp stað og kirkju (á Knappsstöðum) af myndarskap,
enda mun ekki hafa af veitt, að hann fengi búningsbót.
Kona séra Gríms, Olöf, var prestsdóttir frá Siglunesi, systir sr.
Björns Jónssonar (eldra) á Hvanneyri.
Þau áttu hvorki meira né minna en 19 börn og nafngreinir
Sighvatur 16 þeirra. En af þeim skulu aðeins nefnd hér sr. Jón,
sem varð eftirmaður föður síns, og Guttormur á Mjölbirgðastöð-
um (Melbreið), vænn maður og vel metinn. Hans dóttir var Þóra,
gift Guðmundi Eiríkssyni á Melbreið. Frá þeim er komin ætt. Hjá
Guttormi var Olöf móðir hans í elli sinni og ekkjudómi. Og þrátt
fyrir allar sínar mörgu barneignir — eða máske vegna þeirra — lét
hún sig ekki muna um að verða hundrað ára og einu betur, og fram
á andlátsár sitt sá hún á bók gleraugnalaust.
Sr. Jón Grímsson vígðist kapilán til föður síns árið 1680 og
fékk brauðið 2 árum síðar. A synodus árið eftir kvartar sr. Jón
yfir því, að hafa ekki fengið mötu, sem Einar biskup Þorsteins-
son hafi tilskikkað föður hans, sr. Grími, og sr. Grímur ánafnað
syni sínum í síðasta veikleika.
Alyktaði synodus með biskupi, að sr. Jón skyldi mötuna upp-
skera hjá sínum samörfum.
Ekki segir hér fleira frá sr. Jóni Grímssyni.
Halldór Pálsson.
Eftir Jón kom að Knappsstöðum Svarfdælingurinn
Halldór Pálsson, en föðurbróður átti hann í Stíflunni, Jón í Tungu.
A unga aldri var Halldór 11 vetur á Hólum, bæði í biskups-
101