Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 38
SKAGFIRÐINGABÓK
úttekt á mjöli og þeir þurfa. Ennfremur er það mjög athyglis-
vert, sem kemur fram í vætti 11. vitnisins, Arna Þorvarðssonar,
að enginn dirfist að biðja um lán á kornmeti, þar eð kaupmaður
sé ei vanur að lána. Vitnunum er þó kunnugt um samtals þrjú
dæmi um, að kaupmaður hafi lánað mjöl, og kemur ekki á óvart,
að í þessum hópi er aðeins einn bóndi en hinir embættismenn.
I bréfi því, ds. 30. sept. 1754, sem Bjarni sýslumaður skrifaði
Rentukammerinu með þingvitninu, kveður hann það vera sér
óljúft að standa í slíkum klögunarmálum, en sýslubúar kvarti
yfir því, að hann kaupmaður flytji allt of lítið mjöl til hafnarinn-
ar, og það, sem hver og einn fái í úttekt, kosti tvær til þrjár ferðir
í kaupstaðinn á bezta heyskapartímanum.1 Þegar svo komið sé í
kaupstaðinn, þurfi þeir að bíða 2—3 daga eftir afgreiðslu. Ef
menn fari ekki í einu og öllu að vilja kaupmanns, refsi hann
þeim sérstaklega með því að láta þá bíða. Þá reki hann mjög
prjónlesið fyrir mönnum og hafi þetta farið mjög í vöxt síðustu
tvær kauptíðir. Hann geri og allt, sem hann geti til að komast yfir
sem flesta sauði, og lofi bændum kornmeti, þegar þeir komi með
sauðina; en þegar honum hafi þannig tekizt að klófesta sauðpen-
inginn, þvingi hann menn til að taka að miklu leyti tóbak og
kramvöru fyrir innleggið. Kaupmaðurinn hafi og enga meðaumk-
un með nauðstöddum viðskiptavinum sínum, og það hafi komið
fyrir, að hann hafi neitað hjálparbeiðnum þeirra með háðsyrðum,
þótt þeir hafi grátið á hjálp við dyr hans. Sé útlitið mjög slæmt
og horfur á mannfelli.
Ekki fáist kaupmaður heldur til að láta mönnum í té peninga
fyrir borgun, svo að menn geti keypt sér matvöru annars staðar
í landinu, og enn síður láni hann peninga eða matvöru samkvæmt
ákvæðum verzlunarleyfisins, en um þetta kveður sýslumaður sig
og aðra hafa sent kaupmanni tilmæli.
Kaupmaður sé og miskunnarlaus og hrokafullur, og hafi kveðið
mest að þessu síðusm tvær kauptíðir. Hugsanleg skýring á þessu
séu þingvitnin, sem tekin hafi verið um framferði hans á síðasta
1 Bréf Bjarna varðveitt í Þsk. Isl. Skjalas. Rentuk.
36