Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 44
SKAGFIRÐINGABÓIi
Tómas Guðmundsson, að aflögðum slíkum eiði sem hinir, vitn-
ar, að hann var í búðinni, þá Guðbrandur kom inn; kom fyrst
kaupmannsdrengurinn og vildi koma hönum út, síðan undirkaup-
maður Oelandt og sló til hans á höfuðið einu sinni so hann muni
— vitnið var lengst inni í búð; komu þá menn inn og fengu Guð-
brand út; engin ill orð eða óskikkanlegheit segir vitnið Guðbrand
hafa þar í frammi haft.
Að þessu gjörðu kom fyrir réttinn Jón Gíslason, sem klagar, að
drengurinn Peder Hansen hafi slegið sig; var Olafur Vilhjálms-
son uppá sinn aflagðan eið yfirheyrður þar um og vitnar, að sama
dag, sem fyrr segir, hafi kaupmannsdrengurinn Peder Hansen
gengið út á plássið og slegið Jón Gíslason pústur með hnefanum
án allra orða, sem fastast hann gat, og stokkið upp við höggið, en
engin orð hafi þeirra milli farið. Aldeilis eins vitnar Jón Jónsson
um þetta efni og báðir þeir, að bólgnað hafi kinn Jóns eftir. So
sem nú drengurinn Peder Hansen segist yngri en 16 ára, en sökin
fullbevísuð hönum á hendur að hafa slegið Jón Gíslason aldeilis
saklausan, er hér með dæmt og ályktað, að hans húsbóndi, kaup-
maðurinn Hans Muhle Luja, skal betala fyrir hans yfirsjón tvo
slétta dali til þess sem hann sló eða straffa drenginn í viðurvist
Jóns Gíslasonar og tveggja búfastra manna so snart hann heyrir
þennan dóm eða þann sama dag, ella líði aðför að þeim pening-
um sem fyrr segir.1
Hvað viðvíkur klögun kaupmanna mót Guðbrandi Arasyni þá,
so sem ekkert saknæmt er uppá hann bevísað, gengur ei dómur
yfir hann til sekta í þetta sinn."2
Skammstafanir:
H. = Hörmangarafélagið
Rk. = Rentukammerið
R.D. = Ríkisskjalasafn Dana.
1 Jón Gíslason hefur líklega búið að Auðunarstöðum.
2 Þingbók Húnavatnssýslu 1747—55, fol., 165—169-
42