Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 19
JÓN BJÖRNSSON Á BAKKA
dal. Þau bjuggu á Akureyri, áttu gott og fallegt heimili. Þau ólu
upp einn fósturson. Jóhanna andaðist eftir mikil veikindi 15. des.
1956.
Guðmundur, fæddur að Enni 7. maí 1906. Hann var alla tíð
með foreldrum sínum á Bakka og fluttist með þeim til Reykja-
víkur. Guðmundur hefur verið veill til heilsu. Hann er hagur í
höndum og hefur smíðað langspilið í Glaumbæjarsafni 'í Skaga-
firði og langspilið í Arbæjarsafni í Reykjavík. Ogiftur og barn-
laus.
Jón Bakkmann múrarameistari á Akureyri, fæddur að Bakka
11. sept. 1910. Hann er kvæntur Svanhildi Þorsteinsdóttur. Þau
eru barnlaus.
Ingibjörg Sigrún, fædd að Bakka 5. ágúst 1916. Hún nam hús-
leg fræði við Kvennaskólann á Blönduósi og Kvennaskólann á
Isafirði. Sigrún, eins og hún er kölluð, vann lengi hjá foreldrum
sínum að Bakka, en fluttist síðan til Reykjavíkur og vinnur við
Landsspítalann. Hún var sterkasta stoð foreldra sinna, er þau
gerðust veikust. Traust kona og góður vinur. Ogift og barnlaus.
Björn Helgi, fæddur 31. okt. 1921 að Bakka, presmr á Húsa-
vík, kvæntur Ásm Valdemarsdótmr. Þeirra börn eru: Guðrún
Auður, fædd 24. ágúst 1959, og Jón Hrafn, fæddur 25. okt. 1963.
Séra Björn ól upp kjörson, Björn að nafni, fæddur 6. febr. 1955.
Sumarið 1950 kom Jón sem oftar að Vatnsleysu til okkar hjóna.
Þá var staddur hjá okkur Ingvar Brynjólfsson menntaskólakenn-
ari í Reykjavík. Þeir Jón tóku tal saman. Ingvari þótti Jón bera
aldurinn vel og hafði orð á því.
„O, allt læt ég það nú vera,“ svaraði Jón. „Mér er töluvert
tekið að förlast þrek. Ég tók eftir því um daginn, þegar ég hafði
borið útlenda áburðinn inn í skemmuna, að þá titruðu á mér
lærin.“
„Voru þetta ekki svo þungir pokar?“ spurði Ingvar.
„Ekki svo mjög,“ svaraði Jón. „Ætli þeir hafi ekki verið 200
pund.“
Þetta sumar hafði Jón sjö um sjömgt.
2
17