Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 127
KNAPPSSTAÐAPRESTAR Á SÍÐARI ÖLDUM
maður mikill og predikað blaðalaust, en ekki þóttu ræður hans
allar vera mergfullar eður andagmgar. Var og lítt þakkað af
sóknarfólki sínu, bætir Daði við. Mun það mála sannast, ef margir
hafa gefið ræðum prests svipaðan vitnisburð og fram kemur í
þessari vísu Jóns Mýrdals, sem hann kvað eftir messu á Knapps-
stöðum:
Engin hafði ég af því not,
er það sálarvoði.
Það var eins og flyti flot
fram af köldu soði.
Um barnaspurningar sr. Páls er áður rætt. Hann hélt ung-
mennum lengi til uppfræðslunnar og lætur þess jafnan getið um
fermingarbörnin í kirkjubókum, að þau hafi verið undirbúin af
húsbændum, foreldrum og presti í 4—6 ár. En talið er, að ekki
hafi kennsla hans verið að sama skapi uppbyggileg. Dómur pró-
fasts, sr. Jóns Hallssonar í Glaumbæ, um þennan þátt í kenni-
mennsku sr. Páls er hógvær og segir í raun ekki mikið. Ar 1863:
Flest börnin sæmilega að sér, en fáein fremur dauflega. 1867:
Tíu unglingar komu til yfirheyrslu, sem reyndust sæmilega að
sér, þó nokkrir væru fremur treglega lesandi. Og frekar fer þessu
hnignandi eftir því sem aldur færist yfir Knappsstaðaklerkinn.
Ar 1874: Ellefu komu, aðeins 3 rétt vel að sér í bóklestri og
kunnáttu.
Þegar prófastur vísiterar á Barði hjá sr. Jóni Norðmann, ná-
grannapresti sr. Páls, læmr hann þess jafnan getið, að embættis-
bækur séu ágætlega færðar. Hins vegar segir hann um kirkju-
bækurnar á Knappsstöðum: Embættisbækur skoðaðar og áritaðar.
Ekki orð meir. Segir þetta nokkuð um álit prófasts á kontórstörf-
um sr. Páls.
Um kirkjuna á Knappsstöðum segir aftur á móti: Hún er í
sama góða ásigkomulaginu og vel hirt sem að undanförnu, ný-
bikuð. Presmr hefur gefið henni nýjan altarisdúk (1851).
Eitt bréf er til frá sr. Páli í handritasafni Landsbókasafnsins,
þangað komið úr fómm Ólafs Davíðssonar, enda ritað föður hans,
125