Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 169
GUÐMUNDUR GAMLI
eftir friðrik hallgrímsson á Sunnuhvoli
SUMARIÐ 1975 kom Frosti F. Jóhannsson þjóðháttafræðingur
heim til mín þeirra erinda að fræðast af mér um gamla tíma.
Að því samtali loknu skrifaði ég m. a. greinarkorn það sem hér
birtist um kynni mín af Guðmundi Sveinssyni húsmanni í Sól-
heimum í Blönduhlíð síðustu 20 ár ævi hans. Hvatti Frosti mig
til þess, en sagði jafnframt, að sér væri nóg að fá glögga lýs-
ingu á manninum og háttum hans, ættfræðin skipti sig ekki
máli, enda óhægt um vik fyrir mig, þar sem ég gekkst þá undir
augnauppskurð vegna sjóndepru. Smttu síðar barst Guðmund-
ur í tal milli okkar Björn Egilssonar á Sveinsstöðum, m. a. að
Guðmundur hefði farið í hundakaupaferð suður í Hreppa í
Arnessýslu á góu veturinn 1856. Björn fékk svo mikinn áhuga
á manninum, sérstaklega suðurferð hans, að hann spurði mig
um Guðmund og ferðalag hans, þegar fundum okkar bar sam-
an, en greinarkorn mitt var þá hjá Frosta. Upp úr þessu kom
svo grein um Guðmund eftir Björn (Skagfirðingabók 8, bls.
186—192), þar sem hann ættfærir hann, og er það vel.
Tvennt er það sem mér þótti athugavert við grein Björns.
Hann segir, að mér hafi „orðið á í messunni" að spyrja Guð-
mund ekki, hverjir samferðamenn hans voru í suðurferðinni,
en því er til að svara, að það hefur hann áreiðanlega sagt mér,
en unglingurinn gleymt nöfnunum. Þar sem Björn talar um
hríðarél á Mælifellsdal í hundakaupaferð 1856 er frásögnin
þjóðsagnakennd, og minnir á sanna frásögn séra Jóns Stein-
grímssonar, er hann var kominn fram á dalinn áleiðis suður
Kjalveg um veturnætur 1755. Vinnumaður frá Mælifelli, sem
átti að fylgja Jóni og félögum hans, sneri við á miðjum dal,
167