Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
verður hér greint frá svörum vitnanna við 1. og 3. spurningu, en
þær hljóðuðu sem hér segir:
1. spurning: „Hvört allir innbyggjararnir hafi síðan 1743 fengið
hjá kaupmanni svo mikið af mjöli, brauði og annarri kornvöru,
sem þeir hafi óskað og með þurft?“
3. spurning: „Hvört kaupmaður hefur ekki dispúterað bændur
frá að taka kornvöru, peninga og timbur, né heldur með myndug-
heitum neitað þeim þar um og svo sem þvingað þá til að taka
tóbak, brennivín og aðra ónauðsynlega vöru?“
Svörin eru þessi:
Björn Jónsson, 1. sp.: „Ég veit ei annars en skilvísir menn hafi
það fengið, en um óskilamenn veit ég ekki.“ 3. sp.: „Svarar neí
um þennan kaupmann sem nú er, en um hina fyrri viti hann ekki;
þó meini hann það hafi verið miður í þeirra tíð.“
Einar Jónsson, 1. sp.: „Svoleiðis fyrir mína eigin persónu svara
ég já, en marga innbyggjara þessarar sýslu hefi ég heyrt um það
kvarta þeir hafi ekki síðan Compagniets tíðin byrjaði fengið sína
nauðþurft af mjöli og öðrum victualier svo mikið sem þeir með
þyrfti.“ 3. sp.: „Upp á þriðja spursmál svarar M(onsieu)r Einar,
að í Péturs Ovesonar tíð hafi hann vitað einn mann með 6 ómög-
um, sem lagði inn 1 hundrað í sauðum, ekki fá meir en 1 kvartil
mjels og hitt hafi kaupmaður fengið honum í kramvöru. I Las-
sens tíð hafi það skeð, að hann hafi lagt fram á borðið 3 pund
tóbaks fyrir sauði og sagt þar hjá, að maðurinn yrði að taka á
móti því, þar hann hefði ekki mjel til að láta hann fá. Orðróm
segist hann ogso heyrt hafa um hið sama eins vel í þessa kaup-
manns tíð, þó af fáum nú um stundir.“
Jón Eggertsson, 1. sp.: „að mjel hefur altíð verið afkortað við
mig inn til þess í fyrra og nú, en brauð og grjón hef ég altíð
fengið eftir sem ég hef umbeðið, en almennelega (þ. e. almenna)
klögun segist hann hafa heyrt af almúganum, að hann ekki fengi
so mikið mjel sem hann begerde jafnvel þótt þeir ekki stæði í
skuld í kaupstaðnum“. 3. sp.: „Eðlilega hefur það so tilgengið
sérdeilis í Ovesens, Pilemarks og Lassens tíð, en nú í sumar hefur
það verið nokkuð betra; en í fyrra kvörtuðu margir um, að þeir
24