Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 61
AF FEKJUSTARFI VIÐ VESTURVÖTNIN
hittu mig að máli og spurðu, hvort ég vildi taka að mér ferju-
starfið við Vesturósinn. Varð það úr, að ég gerði þetta og hélt
fram næstu þrjú árin, þar til brúarbyggingin var hafin. Það sem
ég er víst eini maðurinn ofar moldu, sem gegnt hefur þessum
starfa, hef ég verið beðinn að segja nokkuð frá störfum og aðstöðu
þarna við Osinn.
Dragferjan var höfð á floti frá því á vorin, að ísar voru leystir
af Héraðsvötnum og þar til á haustin, er frost urðu það mikil,
að komið var að hættumörkum vegna ísreks fyrir dragferjuna
og strenginn. Var svo ferjað á handferju þar til ísarnir urðu
traustir, var það misjafnt eftir tíðarfari, en sinna varð handferj-
unni, þegar ísar voru ekki færir, á hvaða tíma árs sem var.
Sýslunefndin óskaði eftir, að ferjumaðurinn héldi glögga skýrslu
um umferðina. Þessi þrjú ár, er ég var ferjumaður við Vesturós-
inn, flutti ég 11750 ríðandi menn, 1531 gangandi mann, 3412
klyfjahesta, 6178 lausa hesta, 40 nautgripi, 31 kerruhest og 9850
kindur. Þar að auki var afréttarpeningur úr Rípurhreppi vor og
haust, þegar þess þurfti með. Af honum var ekki tekið gjald, en
fjáreigendur unnu að þeim flutningi undir stjórn ferjumannsins.
Ferjugjöldin þessi þrjú ár urðu samtals kr. 4.519.80. Auk þess
greiddi sýslusjóður 300 kr. á ári eða samtals kr. 900.00. Samtals
kr. 5.419.80.
Haustið 1924 fraus svo snögglega, að hestísar voru komnir á
Héraðsvötn strax eftir að dragferjan var sett. Eg fylgdi þá fyrstu
ferðamönnum á ísunum, sem lágu þá á Vötnunum fram í apríl.
En nú voru breytingar í aðsigi. Akveðið hafði verið, að brú
skyldi byggð yfir Osinn sumarið 1925. Var strax um veturinn
hafinn ýmis undirbúningur að brúarbyggingunni. Grjót var
sprengt og flutt að, slegnar saman sandstíur og þær fylltar af
steypusandi. I apríl komu smiðir og verkstjórar og fóru að kanna
botninn. Var þá hafinn undirbúningur að steypa stólpa þá, sem
reknir voru niður og standa undir brúnni, en hún varð um 113
metrar á lengd, byggð úr járnbentri steinsteypu.
Kappsamlega var unnið að brúarsmíðinni um sumarið. Var
lokið steypuvinnu 30. september um haustið. Fljótlega fraus þá,
59