Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 166
SKAGFIRÐINGABÓK
hvasst, þá andæfa fjórir, að ekki beri af miði; en hinir hásetarnir
taka fyrst efstu niðurstöðurnar, lagfæra snörurnar, og egna þær
upp, sem hafa bælzt á veginum; binda flekakeflin á trossuna og
stjórann á trossuendann. Þá setur formaður sig á bitann, tekur
stjórann og rennir til botns. Verður þá stjóraduflið rétt í vatns-
brúninni, en hin fjögur fljóta ofan á, bundin á yfirvarpið; en það
er að athuga, að þau eru fyrst bundin á það, eftir að stjórinn er
í botninum (§5). Þegar þau eru öll lögð, bindur hann trossuendann
í gatið, sem er á miðjum stjóraflekanum, varpar honum svo út,
og hvörjum eftir annan, og seinast endaflekanum, en öllum flöt-
um, svo að snörurnar horfi upp; Hafa þá andófsmennirnir hægt
áfram, svo flekaböndin ráði, og hver fleki verði svo langt frá
öðrum á sjónum, sem þau em löng. Það varast formaður, að
fleygja stjóranum, heldur gætir þess, að hann renni hægt í botn-
inn, svo ekki hlaupi gálmur á tróðsuna. A stjóra- og endaflekana,
hvörn um sig, binda menn fugl, sem kallast bandingi, á þann
hátt, að hann er settur mitt á flekann, og sínum væng hans smeygt
í hverja af þeim snörum, sem em næstar honum til beggja hliða,
og vængnum síðan brugðið svo oft undir, að hún við snúning-
inn, sem á hana kemur, styttist og verður stríð, og þá láta menn
hana liggja ofan yfir vængnum, svo fuglinn geti ekki hrært hann;
því ef hann nær að baða vængnum, lemur hann niður allar snör-
urnar, svo engi fugl gemr síðan áegnzt. Þetta gjöra menn til
að ginna fuglinn, sem í kring er, að stökkva upp á flekana; þó
verða þeir, sem fyrstir koma til eyjarinnar í hvert sinn, að leggja
sínar niðurstöður bandingjalausir; en þeir sem koma á eftir róa
að niðurstöðum hinna, sem áður eru komnir, sjái þeir fugl á
þeim, og taka svo marga, sem þarf til bandingja. Frómlyndir
menn segja eigandanum frá á eftir, og borga honum bandingj-
ana, en hinir þegja yfir.
9
Þau dýpsm flekalög eru á 30 faðma djúpi. Þarf þá trossan
að vera 40 faðma, því yfirvarpið má ekki minna vera en 10
faðmar, og meira þá allt er í sjó, en þau grynnstu flekalög em
164