Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 31
SNURÐUR Á SAMBÚÐ VIÐ EINOKUNARKAUPMENN
að vitna. Hin stefndu vitni vildu þó ekki hlíta þessum úrskurði
og áfrýjuðu máli sínu til æðri dóms. Varð þessu ekki hnikað.
Ymsir þeirra, sem mættir voru á þinginu, höfðu tekið með sér
vogir sínar og mælistikur og ýmsa vöru, sem keypt hafði verið í
kaupstaðnum: „Mr. Einar og öll þau stefndu vitni frambjóða þeirra
vigt og alin til samanburðar við vigt og alin í kaupstaðnum, en
kaupmaðurinn prótesterar í móti, að nokkur vigt eður alin hér
framleggist fyrr en afgjört er um það fyrir æðra rétti, hvort vitnin
séu skyldug að vitna eður ekki eftir hans stefnu hljóðan“ segir í
þingvitninu. Felldi sýslumaður þann úrskurð, að þetta skyldi látið
bíða, unz fallinn væri úrskurður í því máli, hvort hinum stefndu
vitnum bæri að vitna eða ekki. Komu vitnin þá með vöru sína:
„Voru nú framboðin klæði og léreft, sem begjertust1, að mælt
væri. En kaupmaðurinn deklarerar2, að enginn hafi, svo hann
minnist angjefið fyrir sér, að þá vantaði neitt uppá, en segist hafa
tilboðið sig og tilbjóði sig enn nú að gera það gott, sem nokkura
kunni að hafa uppábrostið það þeir hafi úttekið í búðinni....“
I sjálfu þingvitninu er ekki minnst á það, að hin stefndu vitni
hafi hagað sér ósæmilega, en í sérstöku vottorði, sem kaupmaður
lagði fram eftir komu sína til Hafnar, undirrimðu af dómsmönn-
um, segir, að sumir viðstaddra, þ. á m. nokkur vitnanna hafi hagað
sér mjög ósæmilega („meget uskikkelig“) og haft í frammi há-
reysti og óviðeigandi munnsöfnuð, og er hér sérstaklega tilnefnd-
ur Einar Jónsson, sem hafi veitzt að sýslumanni.3 I þingvitninu
kemur það fram, að Einari hafi þótt Björn sýslumaður draga um
of taum kaupmanns, og hefur hér verið fært eftirfarandi: „Mr.
Einar sagði fyrir réttinum, að sýslumaðurinn hefði gjört honum
réttarneimn tvisvar í dag.“
Eftir að þinginu lauk, reið hópur manna af þingstað niður á
Hofsós, og má ætla, að menn hafi almennt verið ölvaðir, og sumir
meira en góðu hófi gegndi. Einn þeirra knúði dyra hjá kaupmanni,
1 Þ. e. óskað var.
2 Þ. e. lýsir yfir.
3 Fylgiskjöl með bréfi H. til Rk. ds. 29. 3. 1754 í Ríkisskjalasafni Dana,
Rtk. 372.56.
29