Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 104
SKAGFIRÐINGABÓK
þjónustu (Steins) og í skóla og útskrifaðist 1723. Árið eftir vígð-
ist hann að Knappsstöðum og hélt þá í 30 ár.
Hin langa Hóladvöl sýnir, að seint sóttist námið og treglega
hefur honum gengið að tileinka sér fræðin. Því var það, að Har-
boe þótti sr. Halldór svo fáfróður, að hann vildi helzt fá honum
vikið úr prestsstöðu. En af því að hann var vel þokkaður af
sóknarfólki sínu og það bað fyrir honum, hélt hann kjóli og kalli,
enda höfðu þá Stíflubúar orðið að láta sér nægja sálusorgarastarf
sr. Halldórs tæpa tvo áratugi og að því er virðist án þess að bíða
meira tjón á sálu sinni heldur en sóknarbörn annarra samtíðar-
manna hans. Eftir vísitazíu á Knappsstöðum segir Harboe (hann
gegndi þá biskupsembætti á Hólum), að sr. Halldór sé að vísu
ólærður en fjörugur og fylgi góðum ráðum, og í sinni löngu pre-
dikun hafi hann verið með uppbyggilegar tilvitnanir.
Nágrannaprestur sr. Halldórs, sr. Jón Sigurðsson á Kvíabekk,
lýsir honum svo, að hann hafi verið meðalmaður á vöxt, svartur
á hár, rauður í andliti, nokkuð riðvaxinn, búþegn góður, beinn
(þ. e. gestrisinn) við gest og gangandi, örlátur við fátæka og
sængurkonur. Ollum þeim, er ólu barn í sókn hans og jafnvel
víðar, sendi hann gjöf nokkra, sem um munaði. Mat lét hann
oft falan og hafði aldrei okur við.
Líkan vitnisburð fékk sr. Halldór hjá nafna sínum, Halldóri
konrektor Hjálmarssyni á Hólum, hinum merkasta manni. Telur
hann sr. Halldór hafa verið einfaldan og ódulan, en guðrækinn
og hjartafróman leynt og ljóst.
Ef þetta er sönn lýsing á sr. Halldóri, þá er sannarlega engin
furða, þótt þeir Stíflubúar hafi látið sér annt um að halda honum
sem presti sínum, hvað sem um kunnátm hans og kenningu mátti
segja.
Kona sr. Halldórs var Valgerður Jónsdóttir af Höfðaströnd, af
góðu fólki komin, enda þótti hún merk kona fyrir sakir guð-
hræðslu, stillingar og þolgæðis.
Þau sr. Halldór átm aðeins eina dótmr barna, og hún hefur
haldið innreið sína í kirkjusöguna sem seinasta biskupsfrúin á
Hólastað, því að Guðríður Halldórsdóttir frá Knappsstöðum gift-
102