Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 133
MARKATAFLA ÚR HÓLAHREPPI 1817
hann þá á háseta sína að bjarga honum, ef kostur væri .... Þótti
þeim það mesta djarfræði og lífshætta .... Jón hét einn háseta
hans, hann var og Einarsson, frá Asi í Hegranesi, karlmenni
mikið. Hugði Jón á Sauðá að hleypa að skipinu, er á hvolfi var,
og hann vænti þá að mundi veltu taka, og spurði nafna sinn,
hvort hann kysi heldur að stýra rétt að svo ei sakaði eða grípa
Unu af kjölnum í því hjáskriði. As-Jón kaus heldur að freista
til að ná Unu. „Vertu þá óloppinn,“ kvað Jón á Sauðá. Tókst
þeim nöfnum þetta liðlega. Hefur sagt verið, að As-Jón þrifi hana
með annarri hendi, en svo hélt hún sér fast, að neglur hennar
rifnuðu upp . . . Drukknaði Sigmundur þar við þriðja mann;
var þetta í júlímánuði.“
Slys þetta varð á milli Kerlingar og eyjar, skammt suður af
Fjörufætinum svokallaða. Er þar flæðisker og heitir síðan Sig-
mundarflös. Seinni tíma munnmæli töldu þá orsök, að Sigmundur
hafi ei viljað biðja sjóferðabænina, er þau héldu úr fjörunni að
því sinni, en slíkt kunni ekki góðri lukku að stýra.
Um dauða Sigmundar var þetta ort:
Böllungar með beran haus,
bylur í hálsi mörgum.
Simbi er þar frá sagður laus,
sem er á Skuggabjörgum.
Una giftist seinna Eyjólfi Péturssyni og bjuggu þau á Skugga-
björgum. Hún dó í ágúst 1807. Þeirra sonur var Sigmundur
(1796—1828) á Ljótsstöðum. Hann var annar þeirra manna, er
eltu sauðahópinn upp á Unadalsjökul. Sauðir þessir voru flestir
frá Tumabrekku og Kambi, undir forystu Móra frá Tumabrekku.
Hafði flokkurinn haldið saman nokkur sumur og náðist aldrei
til rétta, en jafnan skilaði Móri hjörð sinni heim áður vemr lagð-
ist að. Var umræða meðal manna, og þótti sumum orðið, sem það
væri ekki meðalskömm harðfrískum gangnamönnum, að Móri
skyldi þannig leika á þá haust eftir haust. Sigmundur var maður
131