Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 62
SKAGFIRÐINGABÓK
og var ferjan dregin á land í síðasta sinn. Voru þá liðin 33 ár
frá því dragferja kom á Osinn fyrst. Gangandi vegfarendur gátu
nú farið brúna, og fljótlega var farið að teyma hesta þar yfir,
þegar ísar voru ótraustir. Strax snemma vors 1926 var tekið til
við að hlaða grjótstöpla að báðum endum. Um sumarið var svo
brúin vígð að viðstöddu margmenni, sem fagnaði þessum mikla
áfanga. Sama sumarið komu fyrstu bifreiðarnar til Skagafjarðar,
en það er önnur saga.
Til eru myndir af síðari dragferjunni á Vesturósnum, verður
henni varla bemr lýst en góð mynd gerir. Stærðina má nokkuð
ráða af því, að ég lét oft 16—18 hesta í hana ásamt kannski
klyfjum af 10—14 hestum og 6—8 manns, þegar gott var, en
nokkru minna í vondu. Ferjan bar þennan þunga vel, en þegar
ókyrrð var á yfirborði vatnsins og straumþungi mikill, þótti viss-
ara að hlaða hana ekki um of.
Ef ég reyni að gera grein fyrir daglegu starfi ferjumannsins,
verður það næsta ófullkomin frásögn. Skipakosmrinn var drag-
ferjan og tvær handferjur (prammar), annar nokkm stærri. Sá
var venjulega notaður, þegar ferjað var á handferju, en hinn
minni hafður meira í snúningum, svo sem að komast í land á
kvöldin úr dragferjunni, eftir að henni hafði verið lagt fram á
Osinn, svo og til að komast fram í hana að morgni. Segir frá því
síðar.
Aðstaðan við Ósinn var þannig: Að austanverðu var fjaran,
nokkuð staksteinótt, um 10 faðma breið frá flóðfari að brattri,
stórgrýttri brekku, en upp af henni reis allhátt klettabelti. Skammt
sunnan við ferjustaðinn gekk lágur klettur alveg fram að Osnum.
Var hann kallaður Oskletmr eða Kletturinn. Af þeim kletti var
brúin byggð. Þarna var ferjukosmrinn geymdur að vetrinum og
þaðan haldið úti, þegar handferjað var. Að vestan var sandtangi,
venjulega kallaður Tanginn. Var hann á nokkurri hreyfingu,
flóðin í Héraðsvötnum rifu úr honum og þá breikkaði Osinn
kannski um 10—-15 metra á einum sólarhring, en svo kom norð-
an kvikan og bar í tangann. Þarna unnu náttúruöflin hvort á
móti öðru, en þó reyndist furðu mikið jafnræði heilt yfir. Nauð-
60