Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 121
KNAPPSSTAÐAPRESTAR Á SÍÐARI ÖLDUM
baug var nú komið suður í hina sumarsælu sveit Suðurlands,
Laugardalinn, með grónar brekkur í hlíðum, birkiskóg, loðin engi
og lygn vötn. — Þá var Miðdalur sérstakt prestakall með einni
annexíu — Uthlíð í Biskupstungum.
Prestssetrið Miðdalur var allgóð jörð (45) hundruð, en ekki
naut prestur hennar nema að hluta. A jörðinni var bóndi alla tíð,
sem sr. Páll var þar, fyrst Þórður Jónsson, síðar Guðmundur
Þorleifsson, báðir með fjölmenn heimili, 8—10 manns, börn og
vinnuhjú, — en hjá presti voru þá aðeins hjónin, 2 börn og ein
vinnukona, Guðrún Asmundsdóttir, um fimmtugt, ekki illa að sér,
að dómi prests og honum næsta þörf, eins og síðar mun sagt
verða.
Ekki fara miklar sögur af prestsskap sr. Páls í Miðdal. Þó skal
hér sagt frá einu atviki eftir Sighvati.
Sr. Páll skrifaði allra manna ólæsilegasta rithönd, eins og
kirkjubækur og þau fáu bréf hans, sem til eru, bera glöggan vott.
Er sagt, að jafnvel hafi presti sjálfum gengið illa að komast fram
úr sinni eigin skrift.
Sighvatur segir, að Steingrímur biskup hafi komið að Miðdal
á yfirreið sinni um Arnessýslu. Þetta getur ekki staðizt, því að
Steingrímur biskup vísiteraði Arnesprófastsdæmi aðeins einu sinni.
Það var sumarið 1829, en þá var sr. Páll enn í Grímsey norður.
En hvað sem um það er, þá á biskup eitt sinn að hafa verið við
messu í Miðdal hjá sr. Páli. Var ræðan löng, en heldur léttvæg.
Að vanda prédikaði hann blaðalaust. Eftir embætti spurði prestur
biskup, hvernig honum hefði fallið predikunin. Tók biskup því
hóglega, en sagði, að hún hefði jafnvel mátt vera styttri og spurði,
hvort ekki mundi hentara fyrir prest að skrifa ræður sínar. „Nei,
þá tekur ekki betra við,“ svarar prestur, „því að þá get ég ekki
lesið.“ Þessum sið mun sr. Páll hafa haldið og „sullað blaðalaust",
eins og síðar var að orði komizt.
En hvað svo sem Laugdælum hefur fundist um kennimennsku
sr. Páls, þá er hitt víst, að staðurinn naut góðs af hans skömmu
dvöl þar í dalnum. Sér þess merki enn í dag í Miðdalskirkju. I
henni hangir spjald, hvar á er letrað:
119