Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 176
SKAGFIRÐINGABÓK
að lána Jarp, sem raunar var ekki allra meðfæri vegna fjörs, og
aldrei var hann á skaflajárnum; dró skeifur undan um vemrnæt-
ur, og ekki var lagður hnakkur á Jarp, fyrr en gróður var kominn
að vori. Taglið gerði hann upp, hnýtti það neðanvert í nokkurs
konar slaufur, hafði það þótt fínt áður fyrr.
Norðan við ærhús sitt, sem stóð suður undan vallargarði, þar
sem býlið Litlu-Sólheimar var áður, átti Guðmundur lítinn hrossa-
kofa, og var ekki gengt úr honum í hlöðuna, en hún og ærhúsið
voru góð hús. Ekki hafði hann hross sín stöðugt á húsi, en þau
voru fá. Hann hýsti þau í slæmum veðrum og eyddi litlu heyi í
þau. Ærhúsið rúmaði 32 kindur, en þar hafði hann aldrei lömb
eða hrút; á fengitíð rak hann ærnar ætíð út á húsahlaðið til Sig-
urðar og fékk þar hrút, og nokkrar ær leiddi hann undir hrúta
nágrannanna, einkum ef þeir áttu mislitt fé. Þess var áður getið,
að fé Guðmundar var flekkótt á ýmsa vegu; líklega var hann
glysgjarn. Lömbum til viðhalds kom hann ætíð í fóður til ná-
granna og borgaði með þeim tilskilið gjald. Hjálp við heyskap-
inn hafði Guðmundur ekki, utan að Sigurður batt og flutti að
hlöðu, þar sem Guðmundur tók við því, en þau Sólheimahjón
voru honum mjög góð, eins og öllu gömlu fólki, en það hændist
mjög að þeim.
Fyrr á árum hafði Guðmundur komizt í ástarævintýri með
stúlku, sem ól honum dóttur, er Sigríður nefndist. Ekki gekkst
hann við faðerni hennar fyrr en á efri árum, til þess að hún fengi
arf eftir sig, sem mun hafa verið dálítill. Stúlka þessi líktist hon-
um mjög, sór sig í ættina. Hún lifði föður sinn mörg ár, en átti
ekki afkomendur. Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ minnist á
þessa dóttur Guðmundar í örstuttum þætti um hann í Iðunni, er
Arni bróðir minn ritstýrði, þar eru vísuhendingar, sem Guðmund-
ur mun hafa raulað smndum fyrir munni sér í hálfum hljóðum:
Þú ert bezt af öllum,
Sigga litla mín.
Þessar hendingar heyrði ég hann aldrei raula, aftur á móti reri
hann fram og aftur, er hann var við vinnu og muldraði: „Það er
174