Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 177
GUÐMUNDUR GAMLI
nú það'* eða „já, já“, helzt þegar hann var nýkominn inn úr kulda.
Guðmundur var framúrskarandi góður fjármaður. Eins og áður
var getið, hélt hann ám sínum á Sólheimamelum meiri hluta árs-
ins. Þeir eru mjög graslitlir, bersýnilega uppblásið skóglendi. A
þetta hrjóstruga, þurra land beitti Guðmundur ám sínum hvern
dag vetrar, þegar fært var. Hlaðan hans rúmaði aðeins 50 hesta,
og þó aldrei sæist heyfúlga við hlöðudyr, bar ekki á, að hann yrði
heylaus, en svo fallegar voru ærnar hans, að engar sá ég slíkar á
þeim dögum. Þær voru tandurhreinar, ullbólgnar og sællegar,
hvar sem á þær var litið. Lömbin báru þess merkin á vorin, að
þau höfðu næga mjólk, þó nokkur af þeim væru tvílembingar.
Ég hef hugsað mikið um, hverju því hafi sætt, að ærnar þrifust
svo vel af jafnmikilli beit og dottið í hug, að þær hafi lært að
nota sér rjúpnalaufið, sem nokkuð er af þarna, ásamt öðru smá-
gresi, svo sem blóðbergi, en berjalyng sést ekki. Jafnvel hafa þær
étið skófir af steinum og fengið úr því þá hollusm, sem þeim
dugði. En þar hefur einnig komið til framúrskarandi umhyggja
og natni Guðmundar úti og inni, t. d. hýsti hann ær sínar fyrr en
almennt gerðist, ef snjóaði á haustin og losaði þær við áhlaup,
sem ollu tjóni á fé nágrannanna. Vetrarbeit sauðfjár þótti áhættu-
söm í Blönduhlíð, áður en kjarnfóðurgjöf kom til sögunnar, vegna
snjóleysis og þar af leiðandi lélegrar beitar, og bændur, sem fluttu
hingað úr snjóaplássum og landgæðum, urðu mjög fyrir vanhöld-
um á fé sínu vegna oftrausts á beitinni fyrstu vemrna. Guðmund-
ur gamli var ekki hræddur við vetrarbeitina á Sólheimamelum,
þótt hann hefði aðeins síðslægju að gefa ánum auk töðuhestanna
frá Sigurði. Aldrei brást, ef hlákur eða snjóleysi var á vemrna,
að hann var glaðari á svip, er hann kom hingað heim frá rölti
við kindur sínar. Þyngri var svipur hans, þegar snjór var, þá þurfti
að gefa ánum meira. Honum þótti skemmtilegra að rölta við
ærnar á auðri jörð og hafði þá staf með handfangi negldu á að
ofan, en broddi að neðan. Hann gekk ætíð við þennan staf, en
þegar hann brá sér á hestbak bar hann sterklega svipu.
Frostaveturinn 1917—18 varð Guðmundi erfiður, enda síðasti
heili veturinn, sem hann hirti ær sínar úrfallalítið. Um vorið var
175